Skírnir - 01.01.1968, Page 55
SKÍRNIR ER SNORRI HÖFUNDUR EGILS SÖGU? 53
ir síðan frá eigin aðferðum við rannsókn á orðaforða Heimskringlu,
Eglu og nokkurra íslendingasagna, sem hann telur leiða í ljós með
meiri vissu en fyrri rannsóknir, að Snorri sé höfundur Egils sögu.
Hann segir - í lauslegri þýðingu:
Ef þetta telst ekki staðfesta að fullu og öllu, að Snorri hafi
„dikterað“ Eglu - þ. e. lesið hana fyrir - þorir maður varla
að trúa, að málrannsókn muni nokkru sinni leiða til ákveðinn-
ar niðurstöðu um höfund í þessu tilviki eða öðrum ámóta.14
Rannsókn Hallbergs vakti þegar allmikla athygli sem vænta mátti,
en ritdæmendur voru ekki eins vissir um sönnunargildi rannsóknar-
innar og Hallberg sjálfur. Neikvæðastur er ritdómur Marinu Meier í
Maal og minne; hún telur rannsóknina ekki hafa neitt tölfræðilegt
gildi og gagnrýnir harðlega undirstöður hennar.15 Hallberg svaraði
henni síðan í sama tímariti og sýndi fram á, að meginatriði í gagn-
rýni hennar eru á misskilningi reist.10 Hófsamari voru ritdómar
Bjarna Guðnasonar í Skírni og Lars Lönnroths í Samlaren.17 Þeir
álíta rannsókn Hallbergs athyglisverða, en benda á ýmsa annmarka,
sem þeir telja að dragi talsvert úr gildi hennar.
Hallberg lét ekki staðar numið með þessari rannsókn. Ari síðar
birti hann aðra svipaðs eðlis, Ólajr Þórðarson hvítaskáld, Knýtlinga
saga och Laxdæla saga.18 Þar tekur hann til könnunar, með sömu
aÖferð og fyrr, tvær gamlar tilgátur, að Olafur Þórðarson, bróður-
sonur Snorra, sé höfundur Knýtlinga sögu og í öðru lagi Laxdælu.
Niðurstaða hans í því efni varðar okkur ekki hér, en í þessari rann-
sókn kemur fram talsvert nýtt efni, sem varpar ljósi á samband
Heimskringlu og Egils sögu, og bendir það allt til sömu niðurstöðu
og fyrri rannsókn.
Ég hef nú gefiö nokkurt yfirlit yfir það merkasta sem skrifað
hefur verið um samband Snorra og Egilssögu, þótt ýmislegt hafi
orðið úlundan. Þótt fljótt hafi verið farið yfir sögu, er þetta von-
andi nógu skýr mynd til þess að það skiljist sem á eftir fer, en nú
er mál til komið að víkja að einstökum flokkum röksemda og gildi
þeirra.
Ég flokka röksemdirnar í sagnjrœðilegar röksemdir, bókmennta-
legar röksemdir og mállegar röksemdir.
Með sagnfræöilegum röksemdum á ég við röksemdir sem reistar