Skírnir - 01.01.1968, Síða 56
54
VÉSTEINN ÓLASON
SKÍRNIR
eru á samanburöi Eglu og staðreynda frá áætluðum ritunartíma,
einkum eru það æviatriði Snorra Sturlusonar, sem hér koma við
sögu. Nokkrar af röksemdum Björns M. Ólsens eru af þessum flokki.
Hann segir í fyrsta lagi, að höfundurinn hafi sennilega verið af ætt
Mýramanna, og miðar þá vitanlega við það, að sagan fjallar um
ættfeður Mýramanna. Þetta er í sjálfu sér afar sennilegt, þótt ekki
verði það fullsannað. Enginn hefur mótmælt þessari röksemd, en
jafnframt liggur í augum uppi að fleiri eru Mýramenn en Snorri
einn. Annað atriðið hefur orðið umdeildara, en það er þetta: I
sögunni er gert of mikið úr landnámi Skalla-Gríms og ríki Tungu-
Odds, og gat það ekki verið öðrum í hag en Snorra, sem bæði átti
goðorð Mýramanna og Reykhyltinga (goðorð Tungu-Odds). En á-
hrif frá Odda koma fram í því hve mikið er gert úr landnámi Ketils
hængs.
Óumdeilanlegt er að í Eglu er miklu meira gert úr landnámi
Skalla-Gríms en í Melabók Landnámu. í Sturlubók er hins vegar far-
ið eftir Egils sögu, og landnám Skalla-Gríms aukið í samræmi við
hana og þó líklega enn meira. Á sama hátt gerir Egils saga mun
meira úr landnámi Ketils hængs á Rangárvöllum en gert virðist
hafa verið í þeirri Landnámugerð, sem Sturlubók og Melabók eru frá
komnar. I þessu sambandi er ekki ófróðlegt að gefa því gaum að í
Þórðarbók er frásögn um Þórólf Kveldúlfsson, óskyld Eglu, sem
sjálfsagt er komin frá Melabók og sýnir því eldra frásagnarstig en
Egla. Þar segir að Þórólfur hafi búið í Naumudal og Haraldur kon-
ungur hafi „látið drepa hann“. Hér er tvennt til: Annaðhvort hafa
þróazt tvenns konar frásagnir af Þórólfi, ellegar þá að höfundur
Eglu hefur skáldað mikið inn í arfsögnina, gert hlut Þórólfs veg-
legri og látið hann falla fyrir sjálfum konunginum til þess að gefa
sögu hans sem mestan ljóma. Þessi seinni skoðun styrkist af því að
í sögu Þórólfs eru hvað augljósust listartökin á efninu og lang-
sennilegast er að svo mikilvægur þáttur hennar sem rógur Hildiríð-
arsona sé skáldskapur frá upphafi til enda.
Björn M. Ólsen leggur áherzlu á að höfundur Eglu hafi séðlandnám
Skalla-Gríms, forföður Mýramanna og Ketils hængs, forföður Odda-
verja, í nokkurs konar stækkunargleri. Hann bendir einnig á, að
höfundur Egils sögu hafi bersýnilega gert sér ljóst pólitískt mikil-
vægi landnámsins, þar sem Egill beitir því á einum stað til að rök-