Skírnir - 01.01.1968, Side 59
SKÍRNIR ER SNORRI HÖFUNDUR EGILS SÖGU? 57
Fleiri röksemdir má nefna sagnfræðilegs eðlis. Þar á meðal eru
frásagnir af ritstörfum Snorra. Sturla Þórðarson talar á einum stað
um að „láta rita sögubækr eftir bókum þeim, er Snorri setti sam-
an“.21 Þá segir í Oddaverja annál, sem í varðveittri mynd er frá 16.
öld, en virðist um þessi efni fara eftir glötuðum annál frá því í
upphafi 14. aldar, - að Snorri „samsettj Eddu og margar adrar
frædibækur islendskar saugur“.22 Þetta hvort tveggja styrkir það
enn, að Snorri geti verið höfundur Eglu, ekki sízt orðin „íslenzkar
sögur“, sem væru einkennilega valin, ef um eintómar konungasögur
væri að ræða.
Ég kem þá að bókmenntalegum röksemdum, en þeim verður að
skipta í undirflokka. í fyrsta lagi eru rök leidd af riUengslum - og
með rittengslum á ég þá aðeins við meðvituð og augljós rittengsl.
I Eglu er fjallað um ýmis atriði úr sögum Noregskonunga, sem
einnig er fjallað um í þeirra eigin sögum. Mönnum hafa lengi verið
ljós náin tengsl Heimskringlu og Eglu í þessu efni. Þar eru ýmsir
kaflar nær orðrétt eins. Þó ber þeim á milli um nokkur atriði, og
eru þau ekki síður athyglisverð en hitt sem sameiginlegt er. Hér
er ekki hægt að gera þessu nein viðhlítandi skil, en ég skal reyna að
drepa á helztu atriðin:
Rannsóknir hafa leilt í ljós að bæði í Egils sögu og Heimskringlu
er stuðzt við eldri ritaðar heimildir um sögu Haralds hárfagra og
fyrstu tveggja ættliða afkomenda hans. Þessar heimildir eru nú
glataðar. Nú mun það almennt viðurkennd skoðun að höfundur
Heimskringlu hafi bæði hagnýtt sér sömu heimildir og notaðar eru
í Eglu og hana sjálfa. Þetta þarf ekki að stangast á við þá hugmynd
að Snorri sé höfundur beggja, en hvernig stendur þá á því sem á
milli ber?
Eitt er víst. Ekkert af þessu efni knýr fram þá ályktun að höf-
undur sé einn og hinn sami, heldur er hægt að skýra sambandið
sem rittengsl, áhrif eins rits á annað. Það sem hér skiptir mestu máli
er því ágreiningur ritanna. Er hann slíkur að höfundur þeirra geti
ekki verið einn og sami maður?
Björn M. Ólsen taldi að allur mismunur Eglu og Heimskringlu
stafaði af því að Snorri hefði breytt um skoðun vegna nýrrar könn-
unar á heimildum sínum, einkum dróttkvæðum. Sigurður Nordal
tekur undir þessa skoðun og hendir á hliðstæðar breytingar frá Öl-