Skírnir - 01.01.1968, Page 61
SKÍRNIR
ER SNORRI HÖFUNDUR EGILS SÖGU?
59
kringlu og Eglu, og verður skuldinni ekki skellt á þróun í stíl Snorra,
því að munurinn er mestur á Egils sögu og Olafs sögu helga.24 Hins
vegar er vel hægt að hugsa sér sjálfráðar breytingar, því að gerð
samtala í Heimskringlu er bersýnilega ávöxtur meðvitaðrar stíl-
viðleitni. Þannig verður þetta litla atriði einskis virði sem gagn-
rök. Aðrir hafa bent á fjölmörg dæmi um skyldleika í stíl og frá-
sagnaraðferð. Það er gott og blessað, styður það að Snorri sé hugs-
anlegur og jafnvel líklegur höfundur, en sannar ekkert.
Þriðji flokkur bókmenntalegra raka eru þær ályktanir sem draga
má af bókmenntalegri stöðu og sennilegum aldri sögunnar. Aldur
hennar verður ekki ákveðinn nákvæmlega. Elzta handritsbrot bendir
til að hún geti naumast verið yngri en 1250. Könnun rittengsla
bendir til að tímamörkin muni vera ca. 1200-1230. Ef hins vegar
er gert ráð fyrir að Snorri sé höfundur, er sennilegt að sagan sé
skrifuð eftir fyrstu utanför hans. Verða þá tímamörkin 1220-1230.
Þá vill kannski einhver spyrja hvernig þetta komi heim við hug-
myndir manna um aldur íslendingasagna almennt. Svarið er að þetta
komi fullkomlega heim við þær. En sú röksemd hefur ekkert gildi,
því að einn hornsteinninn undir tímasetningu íslendingasagna er
einmitt tímaselning Eglu skömmu eftir 1220, leidd af þeirri for-
sendu að Snorri sé höfundur. Þarna væri því rökleiðslan komin
rækilega í hring.
Heldur fastara verður undir fótum, ef við fylgjum Sigurði Nordal
og reynum að tímasetja Eglu miðað við þróun konungasagna, því
að meira er vitað með nokkurri vissu um ritunartíma þeirra. Þá
kemur í Ijós að Egla á einkar vel heima í nágrenni við Heims-
kringlu, en heldur er þetta ótraust röksemd til að sanna að höfundur
sé sá sami.
Sigurður Nordal hefur í ritum sett fram kenningu um þau á-
hrif sem togstreita milli vísinda og listar hafi haft á sagnarit-
unina; þetta tengdi hann við ýmsar sögulegar og landfræðilegar
staðreyndir og komst að þeirri niðurstöðu að jafnvægi ríkti milli
þessara afla í ritum Snorra Sturlusonar, og hefði hann myndað
sérstakan borgfirzkan skóla. I þessum skóla á Egla vel heima. Þessi
leiðsögutilgáta hefur reynzt frjósöm, þótt deila megi um hve al-
gild hún sé eða hvernig henni eigi að beita. Mitt álit er að í Eglu
ríki alls ekki sama jafnvægi vísinda og listar og í Heimskringlu,