Skírnir - 01.01.1968, Page 63
SKÍRNIR
ER SNORRI HÖFUNDUR EGILS SÖGU?
61
Aðalhandrit Eglu og samband þeirra.
X1
„Þeta“
X“
M
X3
458 K-gerð W-gerð
„Þeta“ = AM 162 fol. „Þeta“ („frá 13du öld ofanverðri eða jafnvel miðri“).
458 = AM 458 4to („frá 17du öld“).
M = Möðruvallabók, AM 132 fol. (1320-50).
K-gerð = Ketilsbækur, AM 453 og 462 4to (frá 17. öld), og skyld handrit.
W-gerð = Wolfenbiittelbók, 9. 10. Aug. 4to („frá miðbiki 14du aldar“) og
skyld handrit.
Heimild: Jón Helgason: „Athuganir um nokkur handrit Egils sögu“.
Nordœ/a, Reykjavík 1956.
Nordal athugaði nú hvaða áhrif breytingar Möðruvallabókar
hefðu fyrir niðurstöður Wieselgrens, og kom þá í ljós að niöur-
stöður gj örbreyttust og snerust jafnvel alveg við, svo að stíll þetu-
brotsins virtist að ýmsu leyti mjög skyldur stíl Heimskringlu. Að
því verður þó að gæta að þetta handritsbrct er of stutt til þess að
hægt sé að nota það við tölfræðilegar rannsóknir, en það sýnir samt
glöggt, að tilgangslaust er að leggj a texta Möðruvallabókar einan til
grundvallar slíkri rannsókn: Stíll hennar er alls ekki stíll höfundar
Egils sögu. Wieselgren reyndi í ritdómi sínum að andæfa þessum
mótbyr, sem kenningar hans fengu. Taldi hann að aðeins 5 atriði
af þeim 22 sem hann hefði athugað, misstu gildi sitt vegna saman-
burðar við þetu-brotið, en önnur væru jafnvel ennþá ólíkari Heims-
kringlu þar en í M. Hann virðist ekki gera sér grein fyrir því sem
mestu máli skiptir í rökum Sigurðar Nordals: Varðveizlu texta Eg-
ils sögu er bersýnilega þannig háttað, að rannsóknir af því tagi sem
Wieselgren gerði, hafa ekkert gildi.
I ritdómi þessum er Wieselgren hins vegar orðinn ljós einn megin-
galli sem var á rannsókn hans, að hann skyldi ekki taka aörar sögur
til samanburðar, svo að einhver viðmiðun fengist.