Skírnir - 01.01.1968, Side 64
62
VÉSTEINN ÓLASON
SKÍRNIR
í rannsókn van den Toorns, sem fyrr er getið, er reynt að stýra
fram hjá ýmsum þeim skerjum sem Wieselgren hafði steytt á, en
tekst misjafnlega. Meginframförin er í því fólgin að hann tekui
nokkrar Islendingasögur til samanburðar um einstök atriði, en þær
eru þó helzt til stuttar til að fullkomið gagn verði að. Þar á móti
kemur að hann tekur miklu minni hluta Heimskringlu til saman-
burðar en Wieselgren hafði gert, eða aðeins sögur þeirra Olafs
Tryggvasonar og Magnúsar berfætts.
Annars er van den Toorn furðu áhyggjulaus um ýmis grund-
vallaratriði, svo sem varðveizlu textans. Hann viðurkennir galla M-
texta, en telur það ekki spilla niðurstöðum, þar sem þetu-brotið
standi bersýnilega enn nær stíl Snorra. Peter Hallberg dregur síðan
fram þetta atriði og leggur áherzlu á að þótt slæm varðveizla
eyðileggi röksemdir Wieselgrens sem ætlar að sanna að Snorri hafi
ekki samið Eglu, þá skipti hún ekki sköpum fyrir þann sem ætlar
að sanna að Snorri sé höfundur Eglu: breytingar afritara hafi ekki
leitt til þess að stíllinn hafi orðið líkari stíl Heimskringlu. Fræðilega
séð er þó ekkert því til fyrirstöðu að afritari hafi hreint og beint
stælt stíl Heimskringlu, en miðað við það sem vitað er um þróun
textans í handritum, má vera að Hallberg hafi rétt fyrir sér.
Atriðin sem van den Toorn tekur til athugunar, eru mörg þau
sömu og Wieselgren hafði kannað, en svo undarlega bregður við,
að í þetta sinn verður niðurstaðan Snorra í vil og er þó miðað við
sama texta.
Einn meginþáttur þessarar rannsóknar er talning atkvæða í máls-
greinum og setningum. Hann telur þetta í öllum textunum sem
hann rannsakar og tekur meðaltöl í hverjum kafla. Þótt hann telji
sig með þessu leiða í ljós ótvíræðan skyldleika Eglu og Heims-
kringlu, þá er munur stundum lítill, og sanna niðurstöður þeirrar
talningar alls ekkert um höfund, gefa naumast vísbendingu.
Meginatriði í röksemdafærslu van den Toorns, og ekki með öllu
einskis vert, er að við könnun einstakra atriða sé að vísu oft ein
og ein saga jafnskyld eða nærri jafnskyld Heimskringlu og Egla,
en engin þeirra fylgi henni fast eftir í öllum atriðum nema Egla.
Þetta er auðvitað nokkurs virði, en væri þó enn sterkara, ef öll
Heimskringla væri með í rannsókninni, og fleiri og lengri Islend-
ingasögur en athugaðar eru. (Þær eru Hænsna-Þóris saga, Hrafn-