Skírnir - 01.01.1968, Page 65
SKÍRNIR ER SNORRI HÖFUNDUR EGILS SÖGU? 63
kels saga Freysgoða, Hávarðar saga og Egils saga einhenda og
Ásmundar berserkj abana. I sumum atriðum, þar sem talning er
ekki mjög seinleg, bætir hann fleiri sögum við).
Hugmyndir van den Toorns um sagnfestu og bókfestu virðast
nokkuð á reiki, og hann lætur freistast til þess, í anda Wieselgrens,
að reyna á stöku stað í Eglu að greina sundur mismunandi munn-
legar heimildir að baki textans eftir fjölda atkvæða í setningum.
Með þessu grefur hann í rauninni undan sinni eigin aðferð. Rit
hans skortir fræðilega kjölfestu, og rannsóknir hans eru ekki nógu
víðtækar til að hægt sé að telja þær þungt lóð á vogarskál Snorra,
þótt vissulega séu þær fremur lóð á þá skál.
Þá skal loks vikið að þeirri rannsókn sem mesta athygli hefur
vakið á síðari árum og virðist að ýmsu leyti standa traustustum
fótum allra málrannsókna í þessu augnamiði, en það er rannsókn
Peters Hallbergs.
Hallberg setur sér það mark að finna áþreifanlegri rök fyrir höf-
undarrétti Snorra til Eglu, en fram til þess höfðu fundizt. Hann
rannsakar aðeins orðaforða, og til grundvallar rannsóknum hans
liggur athugun á öllum orðaforða þessara rita:
Heimskringla:
Snorri A.................. 119.000 orð
Snorri B.................. 109.000 „
228.000 orð
Egla 62.000
Laxdæla ........................................................ 58.000
Eyrbyggja....................................................... 38.000
Njála .......................................................... 97.000
Grettla ........................................................ 61.000
Samtals 544.000 „
Snorri A eru sögur Ólafs Tryggvasonar og Ólafs helga, en Snorri
B aðrir hlutar verksins.
Rannsókn Hallbergs beinist að því að finna hvaða orð komi fyr-
ir í Heimskringlu og einu, en aðeins einu af hinum ritunum. Þessi
orð nefnir hann parorð eða samstæður.
Hallberg telur að breytingar handrita geti ekki dregið úr gildi
niðurstaðna hans; samstæðurnar hljóti að vera sjaldgæf orð - það
eru þær oft en þó alls ekki alltaf - og reynslan sýni að breytingar