Skírnir - 01.01.1968, Qupperneq 66
64
VÉSTEINN ÓLASON
SKÍRNIR
afritara séu oftast á þá lund að algengt orð sé sett í staðinn fyrir
sjaldgæft. Breytingar ættu því yfirleitt að draga úr fjölda sam-
stæðna og fremur að sýna of lítinn skyldleika en of mikinn.
Nú má ótvírætt telja að Egla sé efnisskyldari Heimskringlu en
hinar sögurnar sem athugaðar eru, og því er líklegt að efnið krefj-
ist skyldari orðaforða. Undir þennan leka hefur Hallberg reynt að
setja með því að taka aðeins ákveðna flokka orða til samanburð-
arins. Hann sleppir alveg hlutstæðum (konkret) orðum, en flokkar
samstæðurnar í 1) lýsingarorð, 2) „personbeteckningar“, eða kenni-
orð - þetta eru orð eins og afglapi, hetja eða nábúi, 3) sagnir og
sagnasambönd, t. d. ámæla, hafa spurn af, 4) óhlutstæð (abstrakt)
orð, t. d. áeggjan, kvittr. Ur þessum flokki sleppir hann þó orðum úr
lagamáli sem hann telur mótað og ópersónulegt.
Við talningu kemur svo í ljós að samstæðufjöldi Snorra A og
Snorra B, hvors um sig eða beggja saman er í öllum þessum flokk-
um mestur með Eglu, og munar oftast miklu. Og sé Egla tekin út
úr samanburðinum, en Snorri A eða B settur inn í staðinn, kemur
á daginn að samstæður Snorra A og B innbyrðis eru ekki að ráði
fleiri en samstæður Snorra A og Eglu; sama niðurstaða verður ef
Snorri B er lagður til grundvallar. Um þetta segir Hallberg:
Talning mín á samstæðum hefur sýnt, að Egla sýnir svo að
segja nákvæmlega sömu einkenni og texti sem vissulega er
frá Snorra kominn, þegar gerð er nákvæm könnun á mjög
miklu samanburðarefni. Að þessu leyti er hún einstök meðal
nokkurra stærstu íslendingasagna.26
Hallberg lætur þó ekki sitja við einfalda talningu, því að hann
gerir ýmsar tilraunir með efnivið sinn til að reyna að komast fyrir
hugsanlegar skekkjur, en allt kemur í einn stað niður. Þannig kann-
ar hann hvort aldur sagnanna geti haft einhver áhrif með saman-
burði samstæðnanna við Heiðarvíga sögu, Fóstbræðra sögu og Hall-
freðar sögu.
Einnig reynir hann að kanna áhrif efnisins með samanburði við
Ólafs sögu Odds Snorrasonar. Loks gerir hann samanburð á ís-
lendingasögunum innbyrðis, og kemur þá m. a. í ljós verulegur
skyldleiki með Njálu og Laxdælu, það túlkar hann sem áhrif.
Hallberg hefur verið gagnrýndur fyrir ýmislegt, t. d. að hafa
ekki tekið konungasögur með í rannsókninni frá upphafi, og þá