Skírnir - 01.01.1968, Síða 67
SKÍRNIR ER SNORRI HÖFUNDUR EGILS SÖGU? 65
fremur Morkinskinnu eða Fagurskinnu en Ólafs sögu Odds, sem
er full af helgisagnaefni. Þá er það vitanlega mikilvægt að Snorri
er víða í Heimskringlu mjög háður heimildum sínum og kann að
hafa skrifað nær orðrétt eftir þeim. Á hinn bóginn hefði verið ó-
kleift fyrir Hallberg að greina slíkt efni frá öðru á sæmilega hlut-
lægum grundvelli.
Fleiri atriði má telja upp sem takmarka eitthvað gildi aðferða
Hallbergs, en það verður að játa að hann virðist hafa unnið þetta
mikla verk af samvizkusemi og vísindalegum strangleik. Um það
verður naumast deilt að honum hafi tekizt á tiltölulega hlutlægan
hátt að sýna umtalsverðan skyldleika í orðaforða Heimskringlu og
Eglu. En hversu mikinn? Eða m. ö. o. — og hér er komið að grund-
vallaratriði - hvaða ályktanir er leyfilegt að draga af niðurstöðum
Hallbergs.
í þessu sambandi er vert að gefa því gaum að Hallberg hefur
sýnt fram á allmikinn skyldleika Njálu og Laxdælu. Þá má spyrja:
Er hægt að hugsa sér að til séu tvö rit, sem eru allmiklu skyldari
en Laxdæla og Njála, en þó ekki eftir sama höfund? Því er óhjá-
kvæmilegt að svara játandi. Hve mikill þarf þá skyldleikinn að vera
til þess að sannað megi telja að tvö verk séu eftir sama höfund?
Þarna stendur hnífurinn í kúnni. Er ekki vel hægt að hugsa sér að
tveir höfundar, Pétur og Páll, hafi samið þrjár bækur, Pétur A og
B, en Páll C, og þó sé orðaforði í A og C skyldari en í A og B. Hér
vantar undirstöðurannsóknir til þess að hægt sé að taka af skarið.
Hvaða gildi hefur þá rannsókn Hallbergs? Ekkert sönnunargildi,
en hún sýnir að orðaforði Heimskringlu og Eglu er mjög skyldur,
og hún styrkir því enn þá hugmynd að höfundur sé einn og sami
maður. Ef svo hefur ekki verið, er a. m. k. mjög náið samband milli
verkanna.
Ekki er óhugsandi að með samvinnu málvísindamanna, sálfræð-
inga og tölfræðinga - og með aðstoð tölvu - megi í framtíðinni
finna aðferðir til að sanna af máli, hver sé höfundur tiltekinna
bókmenntaverka, en þótt svo fari, verður að telja ólíklegt, að hægt
verði að beita þeim aðferðum við Eglu með fullum árangri vegna
þess hvernig varðveizlu hennar er háttað.
Tímans vegna hef ég leitt hjá mér mörg vandamál sem taka þarf
tillit til, þegar þetta mál er brotið til mergjar. Slíkri rannsókn þarf
5