Skírnir - 01.01.1968, Síða 68
66
VÉSTEINN ÓLASON
SKÍRNIR
auðvitað að fylgja rækileg greinargerS fyrir varSveizlu sögunnar,
en slik greinargerS er torveld, því að engin útgáfa er enn til með
fullkomnum orðamun úr öllum handritum sem gildi hafa. Þá hef
ég alveg sniðgengið það, hvort fullsannað geti talizt að Snorri sé
höfundur Heimskringlu, og er það þó vitaskuld einn af hornstein-
unum imdir mestu af þeim rannsóknum sem hér hefur verið fjall-
að um. Röksemdirnar eru ekki óyggjandi þar heldur, þótt þær séu
miklum mun sterkari en rök fyrir höfundarrétti Snorra til Eglu.
Athugun á röksemdum með því og móti að Snorri Sturluson sé
höfundur Egils sögu hefur leitt í Ij ós, að það hefur ekki verið sann-
að, og meira að segja virðist mér óhugsandi að það verði nokkru
sinni sannað. A hinn bóginn hefur ekkert komið fram sem sannar
að hann sé ekki höfundur sögunnar, og ákaflega margt bendir á
hann sem hugsanlegan og jafnvel mjög líklegan höfund.
1 Egils saga Skalla-Grímssonar. Sigurður Nordal gaf út. íslenzk fornrit, II.
Reykjavík MCMXXXIII. Bls. 298-99.
2 Norges Konge-Krpnike af Snorro Sturles0n - fordansket ved. Nik. Fred.
Sev. Grundtvig, Præst. F0rste Deel. Ki0benhavn 1818. Bls. xxix.
3 “The style is bold and vigorous, well suiting the subject, and resembling
in a marked degree that of Snorri, who may well have felt an interest in
the hero, in whose home, Borg, he himself had dwelt, wielding the chieftain-
ship of the district as Egil’s political descendant”.
Sturlunga Saga. Ed . . . by Dr. Gudbrand Vigfússon, Vol. I. Oxford
MD CCCLXXVIII. Bls. xlviii.
4 Björn Magnússon Ólsen: „Landnáma og Egils saga“, Aarbpger jor nordisk
Oldkyndighcd og Historie . . . 1904, bls. 167-247.
5 Skírnir 1905, bls. 274-78 og 363-68.
8 Finnur Jónsson: Den oldnordiske og oldislandske litteraturs historie. K0ben-
havn 1894—1902. 11,1. Bls. 422.
* Gand 1909.
8 Sigurður Nordal: Snorri Sturluson. Reykjavík 1920. Bls. 32.
9 Sbr. Alexander Jóhannesson: „Nýjar uppgötvanir um mannsröddina", Skírn-
ir 1916, bls. 391-404.
10 Bls. xciii.
11 Arkiv för nordisk filologi 1936, bls. 182-192.
12 Maal og minne 1935, bls. 56-64.
13 Sbr. t. d. Finnbogi Guðmundsson: „Hvemig lýsir Snorri Sturluson orðfæri
manna?“ og Haraldur Matthíasson: „Þrjár ræður“. Á góÖu dægri. Afmælis-
kveðja til Sigurðar Nordals. Reykjavík 1951. Bls. 58—75 og 94—101.