Skírnir - 01.01.1968, Qupperneq 75
EYSTEINN SIGURÐSSON
Hallmundarkviða Bólu-Hjálmars
Handritin Lbs. 467, 4to, I—XIII, geyma mikið af kveðskap Bólu-
Hjálmars, að mestum hluta í eiginhandarriti höfundar, en nokkuð
í eftirritum. Eitt þeirra, Lbs. 467, 4to, III, er syrpa Hjálmars, sem
hann nefndi Mánaöarrit, og hefur hann skrifað þar eitt hefti, að
jafnaði 16 blaðsíður, í mánuði hverjum frá því í janúar árið 1852
fram í apríl árið 1853, en fyrir þann mánuð eru heftin tvö.
í fyrra aprílhefti ársins 1853 stendur efni, sem ber fyrirsögnina
„Hallmundarhvida med stuttri útskíríng.“ Fara þar fyrst tólf drótt-
kvæð erindi, síöan koma 44 vísur undir rímnahætti, og er fyrirsögn
þeirra „Hallmunþar Hviþa í rýmaraljódum seinni lída, hagqvíþ-
língaháttr,“ og loks er „Eptirmáli,“ er skiptist í stuttan inngang,
skýríngar á dróttkvæðu erindunum hverju fyrir sig og niöurlagsorð
Iljálmars, „Til lesaranz.“
Hér fjallar Hjálmar um efni Bergbúaþáttar (útg. með Bárðar
sögu Snæfellsáss í Khöfn 1860 af Guöbrandi Vigfússyni, sbr. og
Finn Jónsson, Den norsk-isl. Skjaldedigtning, A II, 210-13, B II,
226-9, og Guðmund Finnbogason í Skírni 1935), en að skilningi
Hjálmars kveöur þar gamall hamrajötunn, Hallmundur að nafni,
kvæði sitt um undanhald heiðins siðar undan ágengni kristninnar
yfir tveimur ferðamönnum, sem leitað hafa skjóls í helli hans und-
an óveðri. Kvæði jötunsins er mjög myrkt og torskiliö, en við það
hefur Hjálmar haft skýringar, sem finnast í Landsbókasafni í hand-
ritum eldri en frá hans dögum og Páll Eggert Olason telur vera
eftir Einar Eyjólfsson sýslumann, d. 1695 (sjá handritaskrá Lbs.
og ísl. æviskrár). Texti Hjálmars víkur ekki frá þeim í neinum atr-
iðum er máli skipta, nema hvað þær eru greinilega nokkuð styttar
og talsvert úr lagi færðar í handriti hans, og geta skýringarnar því