Skírnir - 01.01.1968, Síða 83
SKIRNIR
HALLMUNDARKVIÐA BÓLU-HJÁLMARS
81
helþr scéc ec hvarmascjölþo,
harmstríþir ec fer víþa,
breiþt er unþ brún at líta
bjargálfa, mér sjálfum,
bjargálfa, mér sjálfom.
llta vísa
Mjöll er nýdrifin snjór í hvörri líking Hallm. seigist vada eldin úr einum
heim í annann. Einmyrclegt, dimt og einslegt, íll vist. Heimar, afheimar,
margheimar. Þángad Þór einn qvad ec svo fóru, þetta er frásaga draugsins
um stórmerki Þórs, og er um þá ferd á vikid í Eddu, þar sem Þór sagdist
vadid hafa nordanyfir Elivoga og borid Aurvandil í járnmeys, sem ráda er,
ad hann hafi heimt úr Helju, og stód ein táin útá milli rimanna á meisnum,
hún kól, svo Þór braut af tána og kastadi henni uppá himinin og gjördi þar
af stjörnu þá, er jafnan í nordri stendur og kallast Pól stjarna. Bjargálfan
kallar Hallm. hér sjálfan sig, af björgum, bjargbúa. Scék ec hvarma scjölþo,
þetta er eitt af augnakénníngum ad kalla augun skjöld og kénna vid brá,
hvarma, brún, kinnar. Harmstríd augo, grátin, súr, súrnar siáldur í augum,
sagdi Skarphédin.
Þá er meiníng vísunnar:
Ved eg eldin sem mjöll milli heimanna, sem margir eru myrkvir og dimlegir,
en jördin forgeingur, þessa leid fór Þór fordum daga, heldur gjörist eg þá
þúngur undir brún, og súmar í titrandi augum, er eg ved í gégnum eldin.
Enn á ec hús í hrauni,
heimsóctu mic beimar,
fimor varþ ec firþom gama
fyrr alþregi sjalþan,
flocc nemi ít. eþr yecarr
elherþor mun verþa,
annerat Urnirs brunni
ónít micit víta,
ónít micit víta.
12ta vísa
Þetta er nidurlag vísnanna. Beimar er víkíngar. Flocc nefnir hann vísurnar
allar til samans, meiga ei færri í flock vera enn fimm (siá kénníngar). Nemi
ít, ítar eru menn kalladir, og hellisbúin vill, ad vísurnar berist út. Elherþor,
þad er sarna og hardlega og brádlega daudr. Annerat Urnis brunni, ónít mikit
víta, víta er dryckja, vítishorn er dryckjarhorn, Útgarþa Loci baud ad sækja
vítishorn, sem hirdmenn hanns vóru vanir af ad drecka, og fá Þór, og eptir
ad skáldskapur er kalladr vín og lögur Sónar, Bodnar og Ódreyrs kallar hann
hér þessi kérin brunn, því Urnir er eitt af jötnaheitum, en jötnar áttu mjödin
díra, og er rétt ad nefna hvörn annars heiti, því kallar hann hér víti af Urnis
6