Skírnir - 01.01.1968, Qupperneq 85
SKÍRNIR
HALLMUNDARKVIÐA BÓLU-HJÁLMARS
83
þurfi það frekari réttlætingar við, að hann skuli hafa stuðlað að
varðveizlu þessa afbakaða og að því er virðast má einskisnýta texta,
þá er hún fullkomlega fyrir hendi í rímu hans, Hallmundarkviðu,
sem hann hefur fengið efni í úr þessu brotasilfri. Þess skal getið,
að síðar á ævi sinni hefur hann breytt henni lítils háttar, og er sá
texti prentaður í Ljóðmælum hans (Rvík 1915-19, útg. Jón Þor-
kelsson) og Ritsafni (Rvík 1949-60, 2. útg. 1965, útg. Finnur Sig-
mundsson), á báðum stöðum með ófullkomnum orðamun úr eldri
gerðinni. Til þess að gera sem fyllsta grein fyrir því, á hvern hátt
Hjálmar hefur í upphafi unnið úr þessu efni, hef ég valið þann
kostinn að taka hér upp texta rímunnar eins og hann hljóðar í
handritinu Lbs. 467, 4to, III, og geta þeir sem óska síðan borið
hann saman við textana í framangreindum útgáfum. Þar er ríman
á þessa leið (staf- og greinarmerkj asetning samræmd nútímavenj-
um):
HALLMUNDARKVIÐA
í rímaraljóðum seinni tíða.
Hagkviðlingaháttur.
Fyrirmáli:
1 Ég vil fara í jötunmóð,
járnið svara heimtar glóð,
að mýkja barinn Urnirs óð,
endurkara draugaljóð.
2 Mínum létta leiðirnar
löndum nettu samtíðar,
hellir slétta Hallmundar,
hraun og kletta mylja þar.
3 Slíka vinna vegabót
verða kynni þreyta ljót
krafta minni korða brjót
krankt með sinni’ og hausamót.
Kviðan:
4 Hrumur karl í klettum blá
kúri’ eg, fallinn eins og strá,
fæti hallar heimi frá
hengi fjalla brúnum á.
5 Oðins friður farinn er,
forni siður aldar þver,
kristnin ryður rúms til sér,
rauna hviður skapast mér.
6 Fleirst um gættir fyrnist hér
fjalla vætta - sýnist mér —
Óðinn hætt á flótta fer,
fylgi’ eg grættur hamra grér.
7 Undarligri fregn þar fór
framum digran álfa kór,
að kross með vigri krafta stór
Kristur sigri gamla Þór.
8 Hellisbúar hljóðna þá,
hamra smjúga fylgsni blá,
Þór ei trúa þurfum á,
því hann nú er allur frá.
9 Bruna sveitast bjargálfar,
bænir heitar kristninnar
á oss leita alstaðar,
ógnar veita hremmingar.
10 Kvelja drauga kristin tár,
klýfur hauga ótta fár,
gef eg auga þessu þrár,
þykkjan laugar gamlar brár.