Skírnir - 01.01.1968, Page 87
SKÍRNIR
HALLMUNDARKVIÐA BÓLU-HJÁLMARS
85
32 Þór einn forðum þaðan bar
þvert af storði Heljunnar
undir skorðun allsherjar
efni Norðurstjörnunnar.2
33 Ferjumanninn Caron karl
kenni’ eg þann við elfar stall
rishærðan um reikjar fjall,
reynist glanninn afgamall.
34 Minni kvamu kvíðir hann,
kraftaramur ferjumann,
við mig amast ókenndan,
af er gaman tíma þann.
35 Geng eg nökkva gnæpur frá
í ginið dökkva vítis þá,
tekur að rökkva um tárga brá,
tfmann slökkva eilífð má.
36 Upp sér hreykja álengdar
ýldu reykjar þokumar,
blossi steikir bursta mar,
bláar sleikir hvelfingar.
37 Sezt að erfi Herjanshjón
heyra gervan píslartón,
tannir sverfa elds við ón,3
allri hverfur veröld sjón.
38 Hús mitt slegna hrauns við reim
hels fyrir megni skýldi beim;
neyðar vegna um nætur sveim
nú hafa þegnar sókt mig heim.
39 Hefir eg eigi hingað til
Hleiðólfs fley’ í gríðar byl
siglt á megin Sónar hyl,
sjaldan slegið gamanspil.
40 Ykkar hver, sem ekki kann
út að bera kveðling þann,
fallinn gerist fjörs í bann.
Fræða hér eg læsi rann.
Niðurlag:
41 Svoeruvunnin Vignirsljóð,
vorn í runnin tíðar óð,
sér alkunnan þekkir þjóð
þeirra klunnavirkan bjóð.
42 Kveð ég f jöll og kletta blá
kominn trölla botnum frá,
ljósari spjöllin lesa má
lýð gjörvöllum núna hjá.
43 Legg ég hæmr hrömaðar
hægt á gærar svefnværðar,
mér til æra messa þar
melir, flær og dordinglar.
44 Frosti bitið fellur strá,
fingra titrar brellan smá,
hausnum situr ellin á,
ennis þvitar hrelling fá.
1 Bölvar eru harmar, sjá Eyvind sk.sp.: Nemrek bili at bölvi, borðmærar skæ
færa.
2 Skoða lltu vísu Hallm.
3 Þar mun verða óp og tannagnístran.
Ljóst verður þegar við fljótlegan yfirlestur rímunnar, að þar er
um allvel unnið skáldverk að ræða, og hefur greinilega ekki verið
kastað til höndunum við samningu þess. Skal nú vikið nánar að
nokkrum atriSum, sem þetta varSa.
AS því er snertir form eða ytri búning rímunnar, þá er þar ekki
margt aðfinnsluvert. Ekki verður fundið að setningu stuðla og höf-
uðstafa, og hið sama á við um rím. Svo sem við er að búast má