Skírnir - 01.01.1968, Page 97
SKÍRNIR
FYRIRLESTUR UM SIÐFRÆÐI
95
þennan tilgang sem stólar þjóna. I rauninni merkir orðið ,góður‘ í
hinum skilorðsbundna skilningi ekki annað en það að það sem sagt
er gott þjóni hinu setta markmiði. Þegar við segjum til dæmis um
mann að hann sé góður píanóleikari þá eigum við af þessum sökum
við það að hann geti leikið svo og svo erfiðar tónsmíðar af þetta
og þetta mikilli leikni. Á sama hátt er því farið ef ég segi það skipta
mig miklu að ég kvefist ekki. Þá á ég við að kvef muni hafa ákveðn-
ar óþægilegar afleiðingar fyrir mig sem ég get sagt fyrir um og lýst.
Og ef ég vísa manni til vegar og segi að þarna liggi rétta leiðin þá
á ég við réttu leiðina að ákveðnu marki. Þessi notkun orðanna ,góð-
ur‘, ,mikilvægur‘, ,réttur‘ er einföld og auðskilin.
En siðfræðin notar þessi orð ekki á þennan hátt. Gerum ráð fyr-
ir að ég væri að leika tennis og einhver yðar kæmi til mín og segði:
„Skelfing er að sjá hvað þér leikið illa, Wittgenstein! “ Og segjum
að ég svaraði: „Ég veit það vel. Ég er ómögulegur tennisleikari.
En ég kæri mig ekkert um að leika betur. Ég hef gaman af því samt“.
Hinn gæti þá engu svarað nema „Nú svoleiðis, já! Þá er allt í !agi“.
En setjum nú svo að ég hefði logið svívirðilega að einum yðar og
hann kæmi til mín og segði: „Þér komið andstyggilega fram“. Ef
ég svaraði honum nú og segði: „Það veit ég vel. En svo vill til að ég
hef engan áhuga á að haga mér betur!“ - gæti hann þá sagt: „Þá
er allt í lagi“? Vissulega ekki; hann segði: „Það er skylda yðar að
breyta betur“. Og hér hafið þér dæmi um skilyrðislausan siðadóm;
í fyrra dæminu var dómurinn hins vegar skilorðsbundinn. Kjarni
þessa mismunar hinna tveggja dóma virðist augljóslega vera þessi:
Allir skilcrðsbundnir siðadómar eru einungis staðhæfingar um stað-
reyndir. Því má umbreyta þeim öllum á þann veg að þeir líkist ekki
lengur gildisdómum hið allra minnsta. í stað þess að segj a: „Þarna
liggur rétta leiðin til Granchester“, hefði ég eins vel getað sagt:
„Þetta er leiðin sem þér verðið að fara ef þér viljið komast til
Granchester á sem skemmstum tíma“. Staðhæfingin „þessi maður
er góður hlaupari“ merkir ekki annað en það að maðurinn hlaupi
ákveðna vegalengd á ákveðnum tíma. Og þar fram eftir götunum.
Nú vil ég halda því fram að enda þótt allir skilorðsbundnir gild-
isdómar séu sannanlega ekki annað en staðhæfingar um staðreyndir
þá geti hvorki nein staðhæfing staðreyndar jafnframt verið skil-
yrðislaus gildisdómur né neinn skilyrðislaus gildisdómur verið rök-