Skírnir - 01.01.1968, Page 101
SKÍRNIR
FYRIRLESTUR UM SIÐFRÆÐI
99
hvað. Við skiljum öll hvað við er átt ef ég segist undrast stærð
hunds sem er stærri en allir þeir hundar sem ég hef áður séð. Eg
undrast allt sem er, að algengustu orðanna hljóðan, óvenjulegt eða
skrítið. Og jafnan þegar svo er þá undrast ég eitthvað sem ég get
hugsað mér öðruvísi en það er. Ég er hissa á því hvað hundurinn
er stór vegna þess að ég get hugsað mér minni hund, venjulegan
hund, sem ylli mér engri undrun. Setningin „ég undrast að þetta
skuli vera eins og það er“ hefur því aðeins merkingu að ég geti
hugsað mér það sem við er átt öðruvísi en það er. I þessari merk-
ingu orðsins ,undrun‘ get ég til dæmis undrazt það að hús skuli
standa þar sem það stendur ef ég hef ekki séð það lengi og hafði
haldið að löngu væri búið að rífa það. En það er merkingarlaust að
segjast undrast það að heimurinn skuli vera til því að ég get ekki
hugsað mér að hann sé ekki til. Auðvitað get ég undrazt að heim-
urinn skuli vera eins og hann er. Hefði ég þá reynslu til dæmis
þegar ég horfði á heiðan himininn þá væri ég hissa á því að himinn-
inn skuli vera heiður en ekki skýjaður. En það er ekki þetta sem
ég á við. Ég á við undrun yfir himninum hvernig sem hann er. Það
væri ef til vill freistandi að segja að undrunarefni mitt sé þess hátt-
ar rökfræðileg fullyrðing sem nefnd er klifun, nefnilega sú að him-
inninn sé annaðhvort blár eða ekki blár. En þá er það sama tóma
vitleysan og áður að segjast vera hissa á klifun.
Sama gildir um hina reynsluna sem ég nefndi, sannfæringuna
um fullkomið öryggi. Við vitum öll hvað það merkir í hversdagsHf-
inu „að vera óhultur“. Ég er óhultur heima í herberginu mínu því
þar er engin hætta á að ég verði undir strætisvagni. Ég er óhultur
ef ég hef einu sinni fengið kíghósta og get ekki smitazt aftur. ,Að
vera óhultur1 merkir í rauninni að eins og veröldin einu sinni er,
eða samkvæmt náttúrulögmálunum eins og við þekkjum þau, þá sé
það útilokað eða mjög ósennilegt að ákveðnir atburðir gerist. Og
þess vegna er það tóm merkingarleysa að segj ast vera óhultur sama
hvað gerist. Það væri misnotkun orðsins ,óhultur‘ rétt eins og í fyrri
dæmunum var um misnotkun orðanna ,tilvera‘ eða ,að vera til‘ og
,undrun‘ að ræða.
Þegar hér er komið langar mig til að beina athygli yðar að því
að ein ákveðin misnotkun mannlegs máls einkennir alla siðfræði
og öll trúarbrögð. Allar staðhæfingar okkar um siðferðileg efni og