Skírnir - 01.01.1968, Page 103
SKÍRNIR
FYRIRLESTUR UM SIÐFRÆÐI
101
léð, þar á meðal sjálfum mér, dýrmæt í sjálfri sér og skilyrðis-
laust. En ef ég tala hér um reynslu þá tala ég vissulega um stað-
reynd: reynsla á sér stað í tíma og rúmi, hún endist okkur ein-
hverja stund, og þar af leiðir að unnt er að lýsa henni sem slíkri.
En ef svo er þá hlýt ég að viðurkenna vegna þess sem ég hef þegar
sagt um skilyrðislausa gildisdóma og staðreyndir að það hefur alls
enga merkingu að kalla þessar staðreyndir um sálarlíf okkar dýr-
mætar í sjálfum sér og skilyrðislaust. Og ég vildi mega herða enn
frekar á þessum orðum mínum með því að segja: Hin mikla mót-
sögn er í því fólgin að mannleg reynsla, venjuleg staðreynd, skuli
virðast yfirnáttúrlega dýrmæt.
Nú virðist freistandi að fást við þessa mótsögn á eftirfarandi
máta. Lítum fyrst aftur á þá reynslu sem ég nefndi undrunina yfir
því að heimurinn skuli vera til. Leyfið mér að lýsa þessari reynslu
svolítið öðruvísi. Við vitum öll hvað það væri sem við kölluðum
„kraftaverk“ í daglegu lífi. Það væri einfaldlega slíkur atburður að
við hefðum aldrei nokkru sinni séð annan eins. Gerum ráð fyrir að
slíkur atburður ætti sér stað. Segjum að á einum yðar yxi skyndi-
lega ljónshöfuð og hann tæki að öskra. Ég ætti erfitt með að gera
mér öllu furðulegra fyrirbrigði í hugarlund. Nú, þegar við værum
komnir til sjálfra okkar aftur eftir undrunina færi ég þess á leit að
einhver sækti lækni til að rannsaka fyrirbærið vísindalega. Ég léti
jafnvel kryfja hann lifandi ef ég vissi ekki að krufningin ylli hon-
um þjáningum og jafnvel dauða. En hvað er nú orðið um krafta-
verkið? Er ekki augljóst að þegar við skoðum fyrirburðinn í þessu
ljósi er sjálft kraftaverkið rokið út í veður og vind? Nema þá við
eigum við það eitt þegar við tölum um „kraftaverk“ að einhver
staðreynd hafi enn ekki verið útskýrð af vísindunum. Og það merk-
ir eingöngu að við höfum enn ekki fundið þessari staðreynd stað
í einhverju kerfi vísindanna. Þetta sýnir ljóslega hvílík fjarstæða
það er að segja: „Vísindin hafa sýnt að kraftaverk gerast aldrei".
Því sannleikurinn er sá að vísindin nálgast staðreyndir á allt ann-
an hátt en þann sem þarf til að sjá kraftaverk. Það er sama hvers
konar staðreynd þér reynið að gera yður í hugarlund: sú stað-
reynd getur aldrei orðið kraftaverk í skilyrðislausum skilningi. Því
við höfum raunar verið að nota orðið ,kraftaverk‘ í tvennum skiln-
ingi, skilorðsbundnum og skilyrðislausum. Og nú langar mig til að