Skírnir - 01.01.1968, Page 109
SKÍRNIR NORRÆNUFRÆÐINGUR HLUSTAR OG SPYR
107
Ást mín flýgur vængjuð yfir fjöllin
að hitta þig sem kom til mín
á eyðilegri stund að fj örga líf mitt
og segja: já, ég kem í kvöld
í þessu kvæði notar skáldið háttbundna hrynjandi og skiptingu í er-
indi, og í næsta erindi bregður jafnvel fyrir endarími
þá anganstund sem er nú minning tóm
og fer um huga minn sem vængjað hlóm
Ég kem ekki auga á, að kvæðið sé nokkru hættara fyrir vikið. Jón
Óskar er mikill meistari í meðferð máls í Ijóðum sínum, og engin
ástæða fyrir hann að vera að klæða ljóð sín í aukaflíkur, svo vel
sem þau eru úr garði gerð. Skylt viðfangsefni og í Fjarlægð er í
kvæðunum Mynd og Hún, sömuleiðis í kvæðinu I útlendri borg, -
maður bíður heimferðar í útlendri borg, þar sem allt er breytt frá
því sem var:
Hvaða iljar hafa snert þessi steinlögðu stræti?
Ekki þær sem þú forðum unnir
staldrað er við einstöku fyrirbæri borgarinnar, sporvagna, garða:
Þeir vita margt.
En hvað vita þeir um hana sem þú forðum unnir?
Þess vegna verður borgin grá, tekur á sig lit dauðans^ þrátt fyrir
allt það líf, sem hún geymir.
En skáldið slær á fleiri strengi en unað óspilltrar fegurðar og
söknuð horfinnar ástar. Raust samtíðarinnar gerist áleitin við skáld-
ið og spyr, hvað klukkan slái. Og skáldinu fer sem svo mörgum
samtíðarmönnum þess, það á sér ekki örugga fótfestu:
Hvar fæ ég skýlt mér fyrir umturnun hugmyndanna?
Hvar fæ ég drukkið sólargeislana
sem koma til að trúa á nýtt líf ?