Skírnir - 01.01.1968, Page 110
108
BÖÐVAR GUÐMUNDSSON
SKÍRNIR
spyr það í kvæðinu Skáld, hvað er klukkan? Þeirri spurningu er
erfitt að svara, leitinni verður að halda áfram:
Hvernig fæ ég greint milli harmleiks og skopleiks?
Er þetta leikur? Er það slys?
Svarið, sem fæst, er neikvætt, hið eina, sem okkur er leyft að vita,
er hvar við ekki erum, - við erum ekki í heimi, þar sem friður og
einfaldleiki ríkir:
Við erum ekki stödd í friðsamri sveitakirkju
þar sem bóndinn leikur á titrandi orgel að jólum . . .
Nánari staðarákvörðun verður ekki gefin upp, og umhverfis er allt
válegt. Þó er engin uppgjöf í þessu kvæði; þrátt fyrir allt og allt er
von:
Ég styn ekki
brosi ekki,
bið morguninn að hann komi
og hefji nýja sögu,
sannari
fegurri.
Skáld, hvað er klukkan?
Og skáldið hefur sönnun þess, að vonin sé réttmæt, það leggur hana
fram í kvæðinu Flaututónar:
Einhvem tíma líður þessi nótt.
Ég heyri það í fáum flaututónum
sem berast mér að innan einsog þar sé
hljóðfæri nýrra daga að boða nýja
tónlist mannshj artans upp úr ögrandi róti
vondra athafna. Flauta, lát mig heyra . . .
því þessi nótt er ekki nóttin mín,
heldur sú villunótt sem heimur dró
sjálfur brjáluðum höndum á augu sín.