Skírnir - 01.01.1968, Síða 111
SKÍRNIR NORRÆNUFRÆÐINGURHLUSTAR OG SPYR
109
Sá er ekki slyppur, sem heyrir og ræður slík tákn og getur ort svona
um. Það er engin uppgjöf í þessu kvæði. Jafnvel þó að heimurinn
hafi slegið sjálfan sig nótt í brjálæði, er sönnun þess í manninum
sjálfum, að sú nótt hlýtur að líða. Flaututónarnir sem berast úr
leynum sálarinnar, eru fagrir, og þeir boða nýjan dag, nýja tónlist
mannshj artans.
I Söng í nœsta húsi eru nokkur ádeilukvæði. Bezt þeirra finnst
mér vera kvæðið Á Suðurnesjum, - ádeilan mjög hófstillt. Skáldið
minnist þess tíma, þegar á Suðurnesjmn voru:
ungir menn sem drógu þorsk úr hafi
það minnist þess, hvernig þeir drukku og urðu reiðir, börðust, sætt-
ust, elskuðu og voru manneskjur:
og sungu Violetta fölskum rómi
á meðan annar dagur reis til starfa
við Suðurnes í faðmi vetrarkuldans.
Jafnvel þeir, sem minnst þekkja til sögu þessa lands á síðari árum,
geta látið sér skiljast, hver sá dagur er. Skáldið kveður heldur bet-
ur fastar að orði í kvæðinu Er leikið á fiðlu? Þar eru listir og vís-
indi vegin á vogarskálmn viðtekins nútímasjónarmiðs, og listin
er léttvæg fundin:
Er sem mér heyrist? Einhver að þylja ljóð
barnssálarinnar, óræðistöfraþulur
sneyddar skynsemisrökum?
Brennimerkið
ljóðið, atið það auri.
Hvað er ljóð?
Óræðishjal ómálga barns.
Hvað er ljóð?
Banvænt eitur hlutlægum huga.
Síðan heyrist, hvar öskrað er „heill“ á nazistavísu fyrir eldflauga-
smiðnum og hungruðum lýði, guðum skynsemi, guðum hugsunar