Skírnir - 01.01.1968, Page 113
SKÍRNIR NORRÆNUFRÆÐINGUR HLUSTAR OG SPYR
111
Og nú er ég einn.
Og ég er fjandmaður ríkisins.
Minna má nú gagn gera. Ég ætla bara að vona, að þetta sé ekki
lykilróman í ljóði. Háðið, ef um háð hefur átt að vera að ræða, fer
bæði fyrir ofan garð og neðan í þessu kvæði, það er virkilega eins
og bak við það liggi einhver ofgnótt persónulegrar gremju, sem
leiðir skáldið Jón Óskar afvega. Auðvitað finnur skáldið lil með öll-
um misskildum alþýðuskáldum, en skítkast, snýtingar og hrákar út
af punktum og kommum eru eins og f j arstæðukennt ofsóknarbrjál-
æði. Það er afar ósannfærandi, að skáld gerist einstæðingar og
fjandmenn ríkisins vegna drykkjurauss hálfgerðra aumingja, eins og
þeir kumpánar, sálfræðingurinn og sagnfræðingurinn, virðast vera.
Miklu beittara og markvissara er háðið í smákvæðinu Óður:
Nú hata ég þig ekki lengur
viðkvæmi strengur
sem heldur áfram að titra
þegar ég er dauður.
Norrænufræðingur hlustar og spyr:
Er þetta ekki frá útlöndum?
Spurning norrænufræðingsins, ímynd menntahroka og heimsku, er
ákaflega sannfærandi. Það er eins og maður sjái fyrir sér þann
merka mann halla undir flatt og horfa á nývirkið með spakleg orð
á vörum.
Kvæðið um Hamlet er sorglegt dæmi þeirra eldflauga, sem ætlað
er að hitta tunglið, en fara víðs fjarri og brenna loks upp til agna
á endalausu sveimi um tómið. Ég fæ ekki skilið, hvað rekur jafn
heiðarlegt og vandað skáld og Jón Óskar, sem hefur margsannað
ágæti sitt bæði sem skáld og ljóðaþýðandi, til að planta því niður
á milli svo skínandi góðra kvæða sem mörg Ijóðanna í Söngur í
nœsta húsi eru. Sú gremja, sem Kristinn E. Andrésson getur um í
grein sinni og segir að veiki og lýti sum kvæðin, kann að eiga sér
margar og gildar rætur, það er ekki ætlun þessarar greinar að graf-