Skírnir - 01.01.1968, Page 117
SKÍRNIK NORRÆNUFRÆÐINGUR HLUSTAR OG SPYR 115
Þú undrast mjög hvílíkt óráð bar
þér allur veturinn skuggalángur
er hugboð sérhvert þér hagnýtt var
í heimatilbúið ángur.
í skóginum er svo farið á fyllirí með „skyggnum og tærum skáld-
hugum“. En:
Þó truflast margir í miðjum leik
af Mannsins fjarlægu kvalaveinum.
Þú neglir þá uppvið næstu eik.
Og nú fer dauðinn að einum.
Þetta finnst mér tæplega nógu gott. Mér skilst, að Maðurinn, með
kvalaveini sínu negli skáldhugann upp við eikina, og þar fari dauð-
inn á hann. Ljótt er ef satt er, og ef sá skilningur minn á kvæðinu
er réttur, að það segi frá, hvernig veröldin varni skáldum að syngj a
um vor og fuglasöng, þá er það gömul þula, - og ég sé þá ekki
ástæðu til að setja kvæðið í þennan kafla, hafi honum verið ætlað
að mynda heild.
Næsti kafli hókarinnar er heitinn biblíutilvitnun, hinni marg-
frægu afneitun heilags Péturs postula á frelsara sínum og meistara.
Þessi afneitun Péturs, svo að hann fengi haldið lífi og limum, verð-
ur skáldinu hugstæð nú, og því finnst æði margir fórna sannleik-
anum á altari borgaralegrar öryggiskenndar. Barátta þeirra, sem
vilja vel og komið hafa auga á glæpinn, er fólgin í því að halda sér
saman, svo að enginn sé áreittur:
Loks er svo komið
að þú gerist hlédrægur í kappsmáli þínu
ekki af sviksemi einni saman
heldur einnig af nærgætni við mig.
(Barátta)
Og svo hverfur skáldið að einum meginglæpi nútímans, sem gert
hefur svo marga samvizku andvaka: