Skírnir - 01.01.1968, Page 118
116
BOÐVAR GUÐMUNDSSON
SKÍRNIR
I Víetnam brenna lifandi blys glöðum loga
til yndis þeim hjartahreinu -
það er eitt af því sem við erum sameiginlega andvígir
en sú barátta er á þá leiö að menn segj a sem fæst.
Og hvað er góðum manni boöiö til bragðs að taka, jú, svarið er á
reiðum höndum:
Já grafðu sjálfan þig lifandi
annars gera aðrir það.
(í gröfinni)
Þar er öryggi og friður fyrir sjálf mannsins og samvizku, haminn
er svo hægt að senda um bæinn og láta hann slá um sig. En þó:
Stundum mætir honum einhver
sem hefur vogað sér
að láta allt sitt uppi.
Þá er það
sem þú byltir þér sárreiður í gröfinni -
Það er bitur brandur, sem hér er að öllum reiddur. Maðurinn í dag
er grafinn í sjálfan sig, þar og hvergi annars staðar er gröf hans.
Það sem gengur um göturnar og slær um sig á mannamótum er ein-
ungis hamurinn, álagahamurinn, sem skoöanakúgun og hræðsla við
að missa spón úr askinum sínum, hefur á okkur lagt. Líkur er
kjarni kvæðisins Jórvík. Jórvík, - nafnið eitt vekur ýmsar hugrenn-
ingar. Það var í Jórvík, sem Egill leysti höfuð sitt á þann auömýkj-
andi hátt að yrkja lof inn óvin sinn. Slík eru nú mörg manna dæm-
in. En það er til önnur Jórvík, Jórvík hin nýja, - hversu margir eru
ekki þeir, sem þar leysa höfuð sín með lofsöngvum, - eða að minnsta
kosti hagnast á lofsöngvum. En skáldið vill yrkja aðra og meiri
höfuðlausn en þá sem Egill forðum, - en kvæðið truflast jafnan,
samvizkan togast á við óttann um það, sem tekur við að slíku kvæði
fluttu:
Sem laungum fyrr
er oss frændum varnað höfuðlausnar;
svölur klaka við glugg