Skírnir - 01.01.1968, Page 120
118
BOÐVAR GUÐMUNDSSON
SKÍRNIR
svo rífum við úr okkur hj örtun,
heingjum þau utaná okkur
einsog heiðursmerki
og reikum úti góða stund
Þannig er liðsinni okkar við þá, sem þora að framkvæma, liðsinni
okkar við þann málstað, sem við vitum, að er góður, og skáldið
ber okkur saman við hina:
Þið hafið sagt: Til hins síðasta dropa . . .
Og þið sem hniguð frá þessum orðum töluðum
fyrir öld ári stund -
enn streymir blóð ykkar lifandi og heitt.
(Þið)
Og sá samanburður er okkur ekki til framdráttar, hver og einn, sem
þorir, - þó ekki sé annað en það að horfa á spegilmynd sína í sömu
brunnum og spegluðu andlit þeirra, hlýtur að blygðast sín:
Yatnið er að sönnu kalt og tært
og flötur þess fagur . . .
við horfum í lygnuna
og sjáum spegilmynd okkar blygðast sín.
í síðasta kvæði kaflans, Samvizka, er samtíðinni og umhverfi okkar,
veröld okkar, líkt við skóg með mörgum villustígum, þar sem sólin
að vísu lýsir, en við treystum betur á skóginn og látum villugötur
hans leiða okkur afvega, - því er vaka okkar villa og svefn okkar
blóðug martröð:
Að vísu lýsir oss sólin
og sálirnar hjala
í svikulu trausti um skóginn
og villast um skóginn;
dagurinn líður
unz drýpur af trjánum blóðið
við götuna inní svefninn
og gegnum svefninn.