Skírnir - 01.01.1968, Page 122
120
BOÐVAR GUÐMUNDSSON
SKÍRNIR
Tvímælalaust ætla þeir á aukin þægindi;
og ýmsum virðist sannleikurinn ófrýnilegri en svo
að þeir vilj i hans vegna eiga á hættu
óheppilega nafngift -
þó aörir þoli fyrir hann harðræði og limalát
þá gerist það (lof sé guði) aðeins í útlöndum.
Hún veit, að fjarlægð hinna óhugnanlegustu atburða gerir mönnum
hægara um vik að svæfa samvizku sína, skipta atburðunum í tvo
hópa, innlenda atburði og útlenda, og láta sig einu gilda, hvað ger-
ist í fjarlægö, svo lengi sem eigin skinn bjargast, láta allt dankast
í þeirri góðu trú, aS aörir en þeir sjálfir verði að lokum krafðir
reikningsskila:
Þessvegna
er þeim áhættuminnst að feta í spor stórbetlarans
til aöildar að lífsins kórónu;
þó æ sjái gjöf til gjalda
verður sá dagur ekki í þeirra tíð
frekar en heimsendir.
Kvæðinu lýkur með því, að hugrenningin ítrekar, að í þetta sinn
verði henni ekki trúað.
Næst segir svo hugrenningin frá flugi sínu, þar sem víða gefur
sýn. Hún vill sem áður veita mönnum hlutdeild í sýn sinni og rifj-
ar upp einstöku atburöi, sem henni hefur borið fyrir augu:
í henni opnaðist ykkur dagur;
í henni varð ykkur værðar auöið;
í henni leituðuÖ þið fegurðar;
í fullvissu hennar brutuzt þið bældir og snauðir úr álögum;
í hennar ljósi börðuzt þið og unnuð fræga sigra.
Síðar bregður hún upp einstöku leifturmyndum, eins konar stefi
ofnu úr ljóSum þeirra Jónasar, Stefáns G. og Steins:
Galtará
voraldar veröld
eða blóm fyrir vestan.