Skírnir - 01.01.1968, Side 123
SKÍRNIR NORRÆNUFRÆÐINGUR HLUSTAR OG SPYR 121
En hugrenningin, sem veit svo vel, hverjar móttökur hún muni fá,
er dálítið bitur, hún veit, að sýn hennar er mönnum nú ekkert sér-
staklega þægileg, cg hún segir í nöprum tón:
Nei, hún telst að vísu ekki ætíð til þæginda
og æ sér gjöf til gjalda:
aðild að lífsins kórónu
verður sízt ofborguð með hégóma.
Margumtalað frelsi og öryggi er sízt ofborgað með þjóðerni, tungu
og menningararfi, — hvað er það nema hégómi borið saman við að-
ild að lífsins kórónu?
Þriðja kvæðið hefst á hugleiðingu um Þorstein Erlingsson, hug-
renningin fer í gervi einstöku hendinga úr kvæðum hans, - ávarp
hans við sannleikann heyrist: þér vinn ég konungur það sem ég vinn.
En aðildin að lífsins kórónu er staðreynd, Ijóð Þorsteins hégómi:
Nei
sá hefur fengið maklega ráðníngu
fyrir arfinn
skihnálana
og kvæðið um fiskvirðin.
Hvers virði er slíkt? Aðildin að lífsins kórónu ein skiptir máli, -
hún með sitt unaðslega kanasjónvarp og þróuðu uppeldisaðferðir.
Sá hefur fengið maklega ráðningu, sem annað vildi:
Um það vitnar staung á hurstinni—
bonanza
roadhouse
og copper sky.
Hugrenningin hverfur með orðunum „Sér grefur gröf“, sem getur
eins vel merkt, að manninum bjóði í grun, að með aðild sinni að
lífsins kórónu grafi hann sína eigin gröf, þó að hann ætti sína ó-
þægilegu minningu um Jónas, Stefán G. og Stein, - eða þá, að þeir
sem sannleikanum vilja þjóna, séu að taka sína eigin gröf. Þessi orð
standa eins og nokkurs konar véfréttarsvar, tvíræð og ógnandi.