Skírnir - 01.01.1968, Page 124
122
BOÐVAR GUÐMUNDSSON
SKÍRNIR
Síðasta kvæðið í ljóðabálkinum er eins konar neyðarkall hugrenn-
ingarinnar, hún er ein og yfirgefin og það dregur af henni:
Yfir heiðina eigra ég
yfirgefin hugrenning þín
og hygg á svefn
í regnvotum mosanum.
Ef til vill finnst hún af þreyttum gangnamönnum, leitendum sann-
leika og réttlætis, og þeim tekst með henni að rifja upp kvæðið,
sem þeir ætluðu ekki að gleyma. En það dregur æ af henni, - og
hún kveður hinztu kveðju:
Því hugrenning þín
var einnig ósk þín
um lánglífi í landinu
og saung vökumannsins
sem nú virðist hyggja á svefn
í regnvotum mosanum;
Einnig vökumaðurinn er aðframkominn af svefni og leggst til hvíld-
ar niður í votan mosann. Hver stund er dýrmæt, og hugrenningin
biður menn að hika ekki lengur, vaka og leita, því að enn er það
ekki of seint, en:
þó ég finnist
getur það skeð örskoti of seint.
Þannig leggst hugrenning mannsins til hvíldar, - eftir stendur hinn
skýlausi trúnaður.
Þetta er vel ort kvæði, vafalítið eitt með því bezta, sem um hnign-
andi þj óðernistilfinningu íslendinga hefur verið ort. Þorsteinn kafar
djúpt og sækir langt í samlíkingum sínum, en honum tekst að halda
heildarmyndinni alla leið. Kvæðið verður þó ekki skilið nema í
ljósi ákveðins kafla mannkynssögunnar, það er tímabilsins, sem það
er ort á, enda hætt við að álit lesenda á því fari mjög eftir þjóð-
ernislegri afstöðu þeirra og mati á aðild að lífsins kórónu. Slík eru