Skírnir - 01.01.1968, Page 136
134 BÖÐVAR GUÐMUNDSSON SKÍRNIR
tunglið leysir marhnúta
af landhelgislínunni
strandakirkj a í skerjafirði
hrygnir veiðibjöllunni
botnvörpur engla og skota
draga ýsur í byssukj aftinn
Hér eru ekki venjulegir hnútar leystir af venjulegri línu, - heldur
marhnútar af landhelgislínu. Strandakirkj a í skerjafirði hringir
ekki bjöllu sinni, heldur hrygnir veiðibj öllunni, og botnvörpur gam-
alkunnra „engla“ og „skota“ gera hvorki að draga ýsur (dotta)
eða draga ýsur (fiska) í kjaftinn á tjallanum, heldur í byssukjaft-
inn, botnvörpur . . . skota . . . í byssu . . . Enn má Agli gamla vera
dillað!
í kvæðinu Ríkissjóður kemur fyrir:
ungir menn lesa erlendis
grænjaxlinn af skilningstrénu
og þá er ekki síður bægslagangur á Pegasusi í kvæðinu Krónu, sem
hefst á þessari yfirlýsingu:
þú nærð ekki upp í nefið á mér
fyrir grátstaf í kverkunum
Lengst nær þó Jónas Svafár í þessari makalausu sérgrein sinni í
kvæðinu Hnattspyrnu, sem er án vafa einhver absúrdasta lýsing á
hildarleik, sem íslenzkar bókmenntir eiga. Allt er sagt með nýgerv-
ingum og orðaleikjum, allur leikurinn er tvöfaldur, það er hnöttur,
en ekki knöttur, sem spyrnt er, það er ekki sókn, sem hefst frá mið-
línu með hlaupi, heldur framsókn, sem hefst frá miðjarðarlínu með
liðhlaupi, það er ekki lið Skota, sem skallar knöttinn, ónei:
fótgöngulið skotanna
fékk veröldina á heilann
og setti heiminn á höfuðið