Skírnir - 01.01.1968, Page 142
140
SÍMON JÓH. ÁGÚSTSSON
SKÍRNIR
able activities of the organism. Thus behaviour - unlike experience
- can be studied not only in man but also in animals, which lack
the human capacity for introspection and communication“ (bls. 13).
Fjarri mér er að vilja gerast talsmaður sj álfsskoðunar í sinni
fornu mynd og gera hana að hinni einu eða a. m. k. aðalaðferð
sálarfræðinnar. Hins vegar verður að mínu viti ekki fram hjá henni
sneitt fyrir margra hluta sakir. Einnig ber þess að minnast, að hug-
takið sjálfsskoðun hefur nú nokkuð aðra merkingu en á dögum
Wundts og í byrjun þessarar aldar. Þótt það sé rétt, sem ég tek fram
(Sálarfræði, bls. 17), að ýmislegt í sálrænni reynslu okkar er ótjá-
anlegt, og enginn getur séð beint inn í hug annars manns, væri
sálarfræðin stórlega skert, ef gengið væri fram hjá öllum sálarlífs-
lýsingum, sem byggjast á sjálfsskoðun. Ég segi svo um þetta: „í
sérhverju sálarástandi er eitthvað ósegjanlegt og ótjáanlegt. En
þeirri hlið sálrænnar reynslu okkar, sem er ótjáanleg og enginn
finnur né skilur, nema sá, sem reynir, hefur vísindaleg rannsókn
engin tök á. Sálarástandið verður þá fyrst vísindalegt viðfangsefni,
er við getum tjáð það í orðum eða á annan hlutlægan hátt. Sjálfs-
skoðun er því ekki eins gerólík atferðisathugun og í fyrstu virðist,
því að málið er hlutlæg tjáning sálarástands, engu síður en athafn-
ir og hegðun. Málið, sem við notum til þess að lýsa sálrænni revnslu
okkar, er ein tegund atferðis“ (bls. 17). Ég reyni svo í þessum kafla
að gera grein fyrir kostum og annmörkum þessara tveggja að-
ferða, hvernig megi beita þeim og sameina þær og hvernig þær
bæta hvor aðra upp.
Gylfi segir m. a.: „ . . . sjálfsskoðun veitir okkur aldrei þekkingu
á sálrænum fyrirbrigðum eins og mér finnst höfundur gefa í skyn“.
Og enn: Sjálfsskoðun „getur oft verið undanfari vísinda, en hana
má ekki flokka með vísindalegum aðferðum, því að hana vantar
frumskilyrðið fyrir vísindalegri aðferð, hlutlægni“. Ég veit þó ekki
betur en margir ágætir sálfræðingar telji sjálfsskoðun í nútíma-
skilningi, þ. e. sálarlífslýsingar, til nothæfra rannsóknaraðferða,
og þegar lýsingum margra manna um sömu reynslu ber saman í
verulegum atriðum, eru þær taldar hlutlægar, a. m. k. í nokkrum
mæli. Doktorsritgerð Franz From: Om oplevelsen af andres adfærd,
Kbh. 1953, sem þykir merkt rit, hvílir að miklu leyti á sálarlífslýs-
ingum. Er bók sem þessi óvísindalegt rugl, og með hverjum öðrum