Skírnir - 01.01.1968, Síða 147
SKÍRNIR
ATHUGASEMDIR VIÐ RITDÓM
145
sömuleiðis er fjallað allrækilega um hugsun, skynsemi eða greind,
þótt það sé að sjálfsögðu ekki gert eftir hinum óskráðu forskriftum
Gylfa, sem ég veit ekki í hverju eru fólgnar. Lífeðlisfræði er sleppt
eins og ég get um í formála, svo og lífefnafræði og erfðafræði, það
er rétt, enda er það stundum gert að mestu eða algerlega í svipuðum
sálfræðiritum og þessu, og tel ég að bókin hefði ekki grætt mikið
á því, þótt um þessi efni hefði verið f j allað á nokkrum blaðsíðum og
þá væntanlega á litlu rækilegri hátt en gert er í kennslubókum handa
menntaskólanemendum. Sú aðfinnsla Gylfa, að kaflarnir í hók
minni séu tiltölulega sjálfstæðir, missir marks. Því er svo farið um
flest yfirlitsrit í þessari fræðigrein, að kaflar þeirra eru ekki svo
fast saman slungnir, að þeir séu órofa heild. Þessi aðfinnsla Gylfa
væri aftur á móti réttmæt, ef hún ætti við bækur, sem fjalla um á-
kveðið og afmarkað efni (monographs).
í lok ritdómsins fer Gylfi xun mig nokkrum viðurkenningarorðum,
sem mér er skylt að þakka: að mér hafi yfirleitt tekizt endurskoð-
un textans vel, að hókin beri „vott“ um víðtæka þekkingu mína á
hinum mörgu og ólíku viðfangsefnum sálarfræðinnar, sé rituð af
hlutlægni vísindamanns, sé skemmtilega skrifuð. Eg skil ekki hvern-
ig þetta samrýmist því, sem hann hefur áður sagt, og ritdómnum í
heild: að bókin sé stefnulaust rabb, mig skorti dómgreind á aðal-
atriði og flækist í einskis verðum aukaatriðum, bókina vanti alla
uppbyggingu, skipulag og meginþráð, hún sé með öðrum orðum
óskapnaður. Enginn má teljast góður rithöfundur um fræðileg efni,
sem semur bækur með slíkum höfuðágöllum. Þegar Gylfi segir, að
frásögnin virðist „renna áreynslulaust úr penna höfundar“, þ. e.
mínum, væri næst lagi að skilja þetta þannig, eftir það sem hann
hefur áður sagt um frámunalega illa samningu bókarinnar, bæði
að því er tekur til efnis og efnisskipunar, að ég hafi látið flakka
allt, sem í hugann kom. Það kostar mikla áreynslu og vinnu að
orða hugsun sína Ijóst, ótvírætt og skipulega, og hef ég reyndar
gert mér allt far um það, þótt árangurinn sé svona hörmulegur að
dómi Gylfa.
Það er heilbrigt og æskilegt, að ungir fræðimenn finni til krafta
sinna og ætli sér mikinn hlut. En mér þykir Gylfi tala af meiri mynd-
ugleik og sjálfsöryggi en vel fer mönnum, sem hafa ekki enn sannað
ótvírætt góða hæfileika sína til vísindaiðkana. Ég hef ekki séð nein-
10