Skírnir - 01.01.1968, Qupperneq 149
SIGURÐUR LÍNDAL
Minningar
Stefáns Jóh. Stefánssonar
Eins og alkunnugt er, hafa íslendingar verið manna iðnastir við að færa í
letur atburði, sem þeir hafa lifað, og hvers konar minningabækur eru fyrir-
ferðarmikill þáttur í bókmenntum þeirra. Þó er eftirtektarvert, hversu fáir
forystumenn þjóðarinnar hafa sett saman slíkar bækur, og er Stefán Jóhann
Stefánsson fyrsti flokksformaður og fyrsti forsætisráðherra, sem birtir slíkar
minningar.1 Má því telja útkomu minninga hans til nokkurra tíðinda.
2.
Stefán Jóhann Stefánsson er fæddur árið 1894 að Dagverðareyri við Eyja-
fjörð, og þar elst hann upp við lifnaðarhætti og störf, sem almennt tíðkuðust
á íslandi síðast á 19. öld og í upphafi hinnar 20.
Bókin hefst á frásögn af foreldrum hans og öðrum ættmennum. Síðan seg-
ir frá uppvaxtarárum og skólagöngu — fyrst í Gagnfræðaskólanum á Akureyri
og síðar í Menntaskólanum í Reykjavík, en stúdent verður hann 1918. I Há-
skóla íslands leggur hann stund á lögfræði og lýkur prófi 1922. Árið 1926 er
hann orðinn hæstaréttarlögmaður, og er það aðalstarf hans, þangað til 1945,
að hann gerist forstjóri Brunabótafélags íslands. Er fjallað um þennan ævi-
þátt á fyrstu 120 bls. fyrra bindis minninganna, og verður ekki annað sagt
en höfundi hafi tekizt að draga upp lifandi og geðþekka mynd af uppvaxtar-
árum sínum.
Hann lýsir hreinskilnislega fyrirætlunum sínum í æsku og framavonum: „En
tvennt var það löngum, er bjó ríkt í huga mínum og ásótti mig oft og tíðum:
Annars vegar löngunin til þess að komast í skóla, helzt að ganga svonefndan
menntaveg; hins vegar stjómmálaáhuginn, sem varð mér allt að því að ástríðu.
Þess á milli spratt hjá mér löngun til ritstarfa, stundum furðu sterk þrá til
þess að skrifa sögur og ritgerðir". (I, bls. 49).
Þrátt fyrir fátækt tekst Stefáni með dugnaði og góðra manna hjálp að kom-
ast til mennta, og má vafalaust segja líka sögu af mörgum Islendingum, sem
ólust upp á þessum tíma.
3.
Forystuhlutverk Stefáns Jóhanns í stjómmálum veitir minningum hans þá
sérstöðu, að þær em meira framlag til íslenzkrar þjóðarsögu en almennt er
um slíkar bækur, og fyrir þessar sakir verða þær forvitnilegastar.
1 Stefán Jóh. Stefánsson: Minningar I—II, Setberg, Reykjavík 1966-67.