Skírnir - 01.01.1968, Page 150
148
SIGURÐUR LINDAL
S KIRNIR
Eins og áður segir, vaknaði áhugi hans á stjómmálum snemma. Sem ung-
lingur er hann andstæðingur Hannesar Hafsteins en aðdáandi Skúla Thorodd-
sens og Bjöms Jónssonar. Deilur um stjómskipunarstöðu Islands gagnvart Dan-
mörku settu um þessar mundir mestan svip á íslenzk stjórnmál, en lítt er
kunnugt um, hvemig þær deilur horfðu við almenningi á íslandi. Líklegt má
þó telja, að þær hafi farið fyrir ofan garð og neðan hjá öllum þorra manna.
Einhverjir hafa vafalaust fundið eða haft óljóst hugboð um, að þær væru
ekki svar við aðkaUandi vandamálum og viðfangsefnum. Þannig segir Stefán
Jóhann, að sér hafi verið farið. Þessu olli einkum lestur rita eins og Þjóðmenn-
ingarsögu Norðurálfunnar eftir danska sósíalistann Gustaf Bang og Sögu
mannsandans eftir Ágúst H. Bjamason. Segir hann, að rit þessi hafi haft vem-
leg áhrif á sig og honum fundizt „að stjórnmálin hlytu að vera eitthvað meira,
þótt mikilsverð væra, en togstreita um heimastjóm og valtýsku, eitthvað, sem
varðaði beinan hag og líðan sjálfs fólksins, einhver verðmæti lífsins, er ekki
væru einskorðuð við stjómarfarslegt frelsi“. (I, bls. 54).
En þessi stjómmálaáhugi æskuáranna verður skammvinnur. Á námsáranum
í Gagnfræðaskólanum á Akureyri eru stjómmálin fjarri hugðarefnum hans,
enda mun ekki ofmælt, að árin eftir 1908 hafi einkennzt af meiri ládeyðu í
stjómmálum en önnur í síðari tíma sögu íslendinga. Fram var borin hver
málamiðlunartillagan eftir aðra um samband íslands og Danmerkur, en án
alls árangurs. „Flokkaskipan öll var óljós og línur óskýrar . . . Það lá því í
loftinu, að ný flokkaskipun myndi bráðlega koma til sögunnar, sennilega að
mestu leyti byggð á mismunandi skoðunum á innanlandsmálum“, segir Stefán
Jóhann. (I, bls. 75).
Þetta áhugaleysi stendur þó ekki lengi. í menntaskólanum hefur stjómmála-
áhuginn gripið hann að nýju, og nú var það „sjálfstæðisbaráttan við Dani, sem
kynti undir" (I, bls. 92), og hann skipar sér í róttækasta arm gamla Sjálf-
stæðisflokksins.
Þetta voru tímamótaár í íslenzkum stjómmálum, — nýir flokkar vora að
leysa hina gömlu af hólmi, og Stefán Jóhann lýsir viðhorfum sínum með þess-
um orðum: „En áhugi minn fyrir sjálfstæðisbaráttunni blandaðist brátt nýju
hugðarmáli. Það var hin unga alþýðuhreyfing, sem fálmandi var þá að festa
rætur. Sá hluti Sjálfstæðisflokksins, er lengst vildi ganga í sjálfstæðiskröfun-
um, fékk snemma augastað á henni sem baráttufélaga.
Þetta kom vel í ljós við framboð Jörundar Brynjólfssonar í Reykjavík árið
1916. Hann var þá virkur í verkalýðshreyfingunni samtímis því sem hann var
ákveðinn og kröfuharður sjálfstæðismaður. Að framboði hans stóðu því þessi
tvö öfl, er þá fundu einhvem skyldleika sín á milli, þótt nokkuð væri hann
óljós“. (I, bls. 94).
Stefán gefur hér fyllilega í skyn, að samstaða hafi verið milli hinna róttæk-
ustu afla í sjálfstæðisbaráttunni og þeirra, sem einkum báru fyrir brjósti hag
almennings á íslandi um þessar mundir, þ. e. upphafsmanna verkalýðshreyf-