Skírnir - 01.01.1968, Side 153
SKIRNIR
MINNINGAR STEFÁNS JÓHANNS
151
Fylgið í Eyjafjarðarsýslu skiptist um þessar mundir einkum milli Fram-
sóknarflokksins og Borgaraflokksins. Sá síðamefndi var þó tæplega neinn
flokkur, heldur einungis lausleg samtök manna, sem andstæðir voru Alþýðu-
flokknum og Framsóknarflokknum. Þessi samtök urðu raunar síðar kjami
íhaldsflokksins og þar á eftir núverandi Sjálfstæðisflokks.
Árið eftir, 1924, er Stefán kosinn í bæjarstjóm Reykjavíkur og á þar sæti
í 18 ár. Sama ár er hann kosinn í flokksstjóm Alþýðuflokksins og má nú
segja, að framtíðarhrautin sé endanlega mörkuð.
Hann verður brátt viðriðinn ýmis meiri háttar mál, enda þótt hann segist
fyrstu ár sín í stjóm Alþýðuflokksins hafa verið fremur fáskiptinn og hlédræg-
ur. Ásamt Jóni Baldvinssyni og Héðni Valdimarssyni á hann m. a. þátt í að
undirbúa ákvörðun Alþýðuflokksins, þegar fyrsta stjóm framsóknarmanna var
mynduð árið 1927 undir forsæti Tryggva Þórhallssonar, en Alþýðuflokkurinn
tók þá stefnu að láta stjórn þessa hlutlausa fyrst um sinn eins og kunnugt er.
Hann studdi þó ýmis málefni hennar, en upp úr sauð við þingrofið 1931.
Annars er höfundur ekki ýkja fjölorður um tímabilið fram til þingrofs, enda
átti hann ekki sæti á Alþingi og helgaði sig einkum málefnum Alþýðuflokksins.
4.
í kosningunum 1934 vinnur Alþýðuflokkurinn mesta kosningasigur sinn.
Hlýtur hann 21,7% atkvæða og hefur aldrei, hvorki fyrr né síðar, átt hlutfalls-
lega jafn miklu fylgi að fagna. Var fylgi hans nú orðið að heita má jafn mikið
og Framsóknarflokksins, sem hafði 21,9% atkvæða. Þingmannatala flokkanna
var þó harla misjöfn, þrátt fyrir vissar endurbætur á kjördæmaskipuninni, þann-
ig að Alþýðuflokkurinn hafði einungis 10 þingmenn en Framsóknarflokkurinn
15.
Má tvímælalaust telja, að nú hefjist einn merkasti þátturinn í sögu Alþýðu-
flokksins, er hann gengur í stjórn með Framsóknarflokknum.
Stefán Jóhann var meðal þeirra Alþýðuflokksmanna, sem kosnir voru á þing
1934, og segir hann, að í kosningunum hafi það verið undirmál milli Alþýðu-
og Framsóknarflokksins, að þeir skyldu freista þess að mynda saman ríkis-
stjórn, ef þeir næðu meirihluta á Alþingi. (I, bls. 139). Tókst að ná þessum
meirihluta með stuðningi Ásgeirs Ásgeirssonar (síðar forseta íslands), sem ver-
ið hafði í Framsóknarflokknum, en var nú utanflokka, og Magnúsar Torfason-
ar, sem kosinn var á þing fyrir Bændaflokkinn. Voru samningar milli Alþýðu-
flokksins og Framsóknarflokksins í mörgum greinum erfiðir, en þó gekk sam-
an að lyktum.
Þegar velja átti menn í ráðuneytið, kom upp einkennilegt atvik. Jónas Jóns-
son var formaður Framsóknarflokksins og átti að eðlilegum hætti að verða for-
sætisráðherra. í ritinu Skuldaskil Jónasar Jónssonar við sósíalismann (Rvk.
1938), segir Héðinn Valdimarsson, bls. 58—59, að þingflokkur Framsóknar-
flokksins hafi verið með öllu mótsnúinn því, að Jónas yrði ráðherra. Tryggt
hafi verið, að flokksmenn hans kysu hann ekki til þess starfs, þó að Alþýðu-