Skírnir - 01.01.1968, Side 154
152
SIGURÐUR LÍNDAL
SKÍRNIR
flokkurinu bæri engin andmæli fram gegn honum. Framsóknarmenn hafi þó í
lengstu lög viljað hlífast við að ganga framan að Jónasi og óskað þess, að
skilyrði um, að hann yrði ekki ráðherra, kæmi einmitt frá Alþýðuflokknum.
Vafalaust hefur fleirum en mér þótt þessi frásögn með ólíkindum, og ekki
getur Þórarinn Þórarinsson um þessi undirmál í ritinu Sókn og sigrar (sögu
Framsóknarflokksins I 1916-1937), þar sem hann fjallar um stjómarmyndun
þessa, sbr. bls. 220-221. Er fengur að frásögn Stefáns um þetta efni, en hann
segir: „Innan Framsóknarflokksins sjálfs var eindregin andstaða gegn því (að
Jónas yrði forsætisráðherra), þótt lítt kæmi hún í ljós á yfirborðinu. En við
alþýðuflokksmenn vissum gerla um þessar leyndu hugrenningar framsóknar-
manna, sem fóru mjög saman við afstöðu okkar. Við töldum Jónas of einráð-
an og ekki líklegan til vænlegrar samvinnu um áhugamál okkar. Kváðum við
upp úr með það, með fullum skilningi flestra framsóknarþingmanna, að við
gætum ekki fallizt á Jónas frá Hriflu sem forsætisráðherra. Samdi Vilmundur
Jónsson bréf eitt, mikið og mergjað, er Jón Baldvinsson, Héðinn Valdimarsson
og ég undirrituðum með honum og sent var Jónasi, þar sem grein var gerð
fyrir því, hvers vegna við andmæltum honum sem forsætisráðherra. Svaraði Jón-
as í bréfi, sem hann sendi okkur, 10 alþýðuflokksmönnum, og voru þá andsvör
veitt að nýju af okkar hálfu“. (I, bls. 140-141).
Hér má segja, að Stefán staðfesti það, sem Héðinn hafði áður haldið fram.
Frásögn þeirra ber þó ekki saman í öllum efnum. Stefán segir, að Alþýðuflokks-
menn hafi átt upptökin að þessum bréfaskriftum og Vilmundur Jónsson hafi
samið fyrsta bréfið. Héðinn Valdimarsson segir hins vegar, að Jónas hafi átt
upptökin með bréfi, sem dagsett er 8. ágúst 1934 og borizt hafi 10 Alþýðuflokks-
mönnum 20. sama mánaðar. Hafi Jónas kvartað yfir því í bréfinu, að Alþýðu-
flokkurinn hefði brotið gamla reglu, sem ríkt hefði í samstarfi flokkanna með
því að vilja ekki hafa sig í ráðherrastóli. Bréf þetta birtir Héðinn í áðurnefndu
riti sínu á bls. 198-208. Síðan hafi Alþýðuflokksmenn svarað með bréfi dag-
settu 25. ágúst 1934, birtir Héðinn það í riti sínu á bls. 208-216. í þessu
bréfi er því einnig haldið fram, að upptakanna að því, að Jónas Jónsson verð-
ur ekki forsætisráðherra, sé að leita hjá framsóknarmönnum sjálfum.
Er varla að efa, að frásögn Héðins af þessum atburðum sé rétt, enda er hún
færð í letur skömmu eftir að þeir gerðust. Hann birtir bréfin, og í bréfi
Jónasar frá 8. ágúst er ekkert, sem bendir til þess, að það sé svar við bréfi,
sem hann hafi áður fengið. Þá er þess og að geta, að bréf þessi eru til í hand-
ritasafni Landsbókasafns. Fylgir þeim athugasemd frá Vilmundi Jónssyni, þar
sem segir, að uppkast að bréfi Alþýðuflokksmannanna frá 25. ágúst sé með eig-
in hendi frumhöfundar, Héðins Valdimarssonar, en að því leyti sem bréfið full-
gert víki frá uppkastinu sé það verk Vilmundar. Hníga þannig öll rök að því,
að Stefán misminni í frásögn sinni, er hann telur, að Alþýðuflokksmenn hafi
átt upptök að bréfaskiptum þessum og bréfin verið 3, en líklegt má telja, að
þar valdi m. a. þessi samvinna þeirra Héðins og Vilmundar.