Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1968, Side 154

Skírnir - 01.01.1968, Side 154
152 SIGURÐUR LÍNDAL SKÍRNIR flokkurinu bæri engin andmæli fram gegn honum. Framsóknarmenn hafi þó í lengstu lög viljað hlífast við að ganga framan að Jónasi og óskað þess, að skilyrði um, að hann yrði ekki ráðherra, kæmi einmitt frá Alþýðuflokknum. Vafalaust hefur fleirum en mér þótt þessi frásögn með ólíkindum, og ekki getur Þórarinn Þórarinsson um þessi undirmál í ritinu Sókn og sigrar (sögu Framsóknarflokksins I 1916-1937), þar sem hann fjallar um stjómarmyndun þessa, sbr. bls. 220-221. Er fengur að frásögn Stefáns um þetta efni, en hann segir: „Innan Framsóknarflokksins sjálfs var eindregin andstaða gegn því (að Jónas yrði forsætisráðherra), þótt lítt kæmi hún í ljós á yfirborðinu. En við alþýðuflokksmenn vissum gerla um þessar leyndu hugrenningar framsóknar- manna, sem fóru mjög saman við afstöðu okkar. Við töldum Jónas of einráð- an og ekki líklegan til vænlegrar samvinnu um áhugamál okkar. Kváðum við upp úr með það, með fullum skilningi flestra framsóknarþingmanna, að við gætum ekki fallizt á Jónas frá Hriflu sem forsætisráðherra. Samdi Vilmundur Jónsson bréf eitt, mikið og mergjað, er Jón Baldvinsson, Héðinn Valdimarsson og ég undirrituðum með honum og sent var Jónasi, þar sem grein var gerð fyrir því, hvers vegna við andmæltum honum sem forsætisráðherra. Svaraði Jón- as í bréfi, sem hann sendi okkur, 10 alþýðuflokksmönnum, og voru þá andsvör veitt að nýju af okkar hálfu“. (I, bls. 140-141). Hér má segja, að Stefán staðfesti það, sem Héðinn hafði áður haldið fram. Frásögn þeirra ber þó ekki saman í öllum efnum. Stefán segir, að Alþýðuflokks- menn hafi átt upptökin að þessum bréfaskriftum og Vilmundur Jónsson hafi samið fyrsta bréfið. Héðinn Valdimarsson segir hins vegar, að Jónas hafi átt upptökin með bréfi, sem dagsett er 8. ágúst 1934 og borizt hafi 10 Alþýðuflokks- mönnum 20. sama mánaðar. Hafi Jónas kvartað yfir því í bréfinu, að Alþýðu- flokkurinn hefði brotið gamla reglu, sem ríkt hefði í samstarfi flokkanna með því að vilja ekki hafa sig í ráðherrastóli. Bréf þetta birtir Héðinn í áðurnefndu riti sínu á bls. 198-208. Síðan hafi Alþýðuflokksmenn svarað með bréfi dag- settu 25. ágúst 1934, birtir Héðinn það í riti sínu á bls. 208-216. í þessu bréfi er því einnig haldið fram, að upptakanna að því, að Jónas Jónsson verð- ur ekki forsætisráðherra, sé að leita hjá framsóknarmönnum sjálfum. Er varla að efa, að frásögn Héðins af þessum atburðum sé rétt, enda er hún færð í letur skömmu eftir að þeir gerðust. Hann birtir bréfin, og í bréfi Jónasar frá 8. ágúst er ekkert, sem bendir til þess, að það sé svar við bréfi, sem hann hafi áður fengið. Þá er þess og að geta, að bréf þessi eru til í hand- ritasafni Landsbókasafns. Fylgir þeim athugasemd frá Vilmundi Jónssyni, þar sem segir, að uppkast að bréfi Alþýðuflokksmannanna frá 25. ágúst sé með eig- in hendi frumhöfundar, Héðins Valdimarssonar, en að því leyti sem bréfið full- gert víki frá uppkastinu sé það verk Vilmundar. Hníga þannig öll rök að því, að Stefán misminni í frásögn sinni, er hann telur, að Alþýðuflokksmenn hafi átt upptök að bréfaskiptum þessum og bréfin verið 3, en líklegt má telja, að þar valdi m. a. þessi samvinna þeirra Héðins og Vilmundar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.