Skírnir - 01.01.1968, Page 164
162
SIGURÐUR LÍNDAL
SKIRNIR
til heimilda, sbr. bls. 213 o. áfr. Slíkt finnst mér til fyrirmyndar og gera bók
Jóns snöggtum notadrýgri en ella. í fyrra bindi bókar Stefáns, bls. 222 o. áfr.
hefði nánari vísan til Alþingistíðinda haft verulegt gildi, og í sama bindi bls.
225 hefði verið mjög æskilegt að tilgreina nánar, hvar allar umræddar greinar
sé að finna, en þess er einungis getið um eina. Og í síðara bindi bls. 76 o. áfr.
hefði verið æskilegt að vísa nánar til Alþingistíðinda. Fleira slíkt mætti tína
til, en slíkar tilvísanir hefðu verulega aukið gildi bókarinnar sem heimildarrits.
Þá má einnig segja, að bókin sé um of bundin við þau mál ein, sem Stefán
hafði sjálfur afskipti af — m. ö. o. of mikil persónusaga hans, en það veldur
því, að samhengi verður ekki slíkt sem æskilegt væri. Hefði t. d. verið rétt að
gefa gleggra yfirlit um gang þjóðmála á dögum stjómar Ólafs Thors 1944-
1947 („nýsköpunarstj órnarinnar") en gert er, svo að auðveldara væri að átta
sig á aðstöðu ríkisstjómar Stefáns sjálfs, þegar hún tekur við. Sama er
raunar einnig að segja um gang þjóðmála á tímabilinu 1934-1939.
A hitt skal jafnframt lögð áherzla, að bókin hefur að geyma mikinn fróðleik,
og hún verður ómissandi heimildarrit um það tímabil, sem um er fjallað.
Prófarkalestur virðist vera góður. Ég hef að vísu rekizt á prentvillur,
en ekki margar. Ekki get ég borið neitt lof á ytri búnað bókarinnar, prentun
er að áferð og uppsetningu rétt í meðallagi, en band afleitt.