Skírnir - 01.01.1968, Page 166
Ritdómar
MATTHÍAS JÓNASSON:
MANNLEG GREIND
Þróunarskilyrði hennar og hlutverk í siSmenntuðu þjóðfélagi
Reykjavík, Mál og menning 1%7
Utkoma íslenzks vísindarits er ætíð mikill viðburður í okkar fámenna landi.
Hins vegar á það oft við um þau, ekki síður en bókmenntaverk, að þau eru
ekki metin að verðleikum fyrr en seint og síðar meir. Þetta á ekki hvað sízt
við um verk sálfræðilegs og félagsfræðilegs efnis, en gildi þeirra er oft ekki
ljóst öllum þorra manna fyrr en niðurstöður þeirra eru orðnar svo ríkur þáttur
í almennri hugsun eða starfi, að þær teljast til almennra sanninda. Jafnvel þá
gera fæstir sér grein fyrir því, að þessir „sjálfsögðu hlutir“ áttu sitt upphaf
í erfiðu og stundum misskildu og vanþökkuðu hugarstarfi vísindamanns.
Fyrir 12 árum síðan, árið 1956, kom út bók prófessors Matthíasar Jónas-
sonar, Greindarþroski og greindarpróf. Hún hafði að geyma árangur margra
ára brautryðjandastarfs á sviði sálfræðirannsókna hér á landi, fullstaðlað og
vandað greindarpróf til notkunar á íslenzkum bömum. Bók þessi og fylgigögn
hennar var eðlis síns vegna ekki send á almennan markað, og sem slík kom
hún að notum aðeins fámennum hópi sérfræðinga. En gildi hennar og áhrif
eru því meiri og almennari. Nú ganga hundruð íslenzkra bama undir greind-
arpróf árlega samkvæmt ósk foreldra þeirra, kennara eða lækna, enda er
prófið oft mikilvægur liður í að gera þau að sem nýtustum þjóðfélags-
borgurum. Mikilvægir þættir skólamála og geðverndarmála væru ekki til
í núverandi formi, ef ekki nyti við greindarrannsókna prófessors Matthíasar.
Gildi hins mikla verks hans ætti nú að vera öllum ljóst.
Enda þótt megintilgangi þessara rannsókna væri náð með útkomu fyrr-
nefndrar bókar, var hið mikla gagnasafn próf. Matthíasar, greindarpróf nær
5000 íslendinga, sígild uppspretta nýrra viðfangsefna, sem fælu í sér könnun
á ferli hinna misgreindu einstaklinga í þjóðfélaginu. Því hafa menn beðið
með óþreyju frekari ritsmíða prófessorsins um þetta efni.
Prófessor Matthías Jónasson hefur nú sent frá sér frábært vísindarit,
Mannlega greind. I því kryfur hann til mergjar hugtakið greind, leið-
ir í ljós hlutverk hennar í nútíma þjóðfélagi og bendir á skilyrðin fyr-
ir því að þessi miklu verðmæti komi að fullum notum fyrir þjóðfélagið.
Meginefni bókarinnar er fræðilegt mat á greind, þar sem höfundur fjall-
ar um helztu kenningar og rannsóknir á gerð og þróun hennar af rökvísi
og skarpskyggni. Athyglisverðasti hluti bókarinnar er þó um hinar sjálfstæðu