Skírnir - 01.01.1968, Page 180
178
RITDOMAR
SKIRNIR
í Jjróun íslendingasagna. Athyglisvert hefði veri'ð að kanna hvort kenningar
höfundar giltu einnig um konungasögur að einhverju leyti. AS minnsta kosti
er slíkur samanburður ekki síður raunhæfur en samanburður við hetjukvæði.
En þrátt fyrir nokkra ágalla er bók Anderssons fróðleg og skemmtileg aflestr-
ar og verður vonaridi til að vekja upp hressilegar umræÖur um hið sífellda
vandamál fræðimanna er leita svars við áleitnum spurningum um eðli íslend-
ingasagna.
Njörður P. Njarðvík
SVAVA jakobsdóttir:
VEIZLA UNDIR GRJÓTVEGG
Sögur
Helgafell, Reykjavík 1967
Framlac íslenzkra kvenna til bókmennta hefur verið heldur rýrt að gæðum
og þess vegna er það mikið fagnaöarefni þegar kemur fram á sjónarsviðið
kona sem bæði getur skrifað og liggur þar að auki eitthvað á hjarta. I bók
sinni Tólf konur (1965) birtir Svava Jakobsdóttir kvennastúdíur á mörkum
hins afbrigðilega, ritaðar af miklum skilningi og innsæi. Veizla undir grjót-
vegg hefur miklu almennara þjóðfélagslegt gildi enda er tekiÖ til meðferðar
mikið vandamál í lífi íslenzku þjóðarinnar af alvöru og kunnáttu.
Sagan Utsýni segir frá konu sem er nýflutt heim eftir langa dvöl erlendis og
skiptum hennar við fornar vinkonur sem hún hefur vaxið frá og fjarlægzt.
Hún heíur með öðrum orðum uppgötvað að fleira leynist í tilverunni en hús
og tertur. En vinkonurnar leggjast yfir hana eins og farg og kæfa sjálfstæðan
vilja hennar. — Þessi saga geymir að mörgu leyti spegilmynd bókarinnar.
Það er áreiðanlega engin tilviljun að Veizla undir grjótvegg er rituö af konu
sem dvalizt hefur langdvölum erlendis og sér land sitt og þjóð í nýju Ijósi
er heim kemur. Hún deilir hart á íslenzkar kynsystur sínar fyrir almennt á-
hugaleysi, eða réttara sagt þröngsýni er einskoröast við hús og heimili. Eng-
inn hefur skopazt svo miskunnarlaust að hinum nýju trúarbrögðum íslend-
inga, húsinu, sem Svava Jakobsdóttir, og væri óskandi að bók hennar kenndi
þjóðinni að skammast sín, þótt ekki væri nema ofurlítið. Lífsþægindafrekjan
(eins og Sigurður Líndal orðaði það svo skemmtilega) er harla leiðinleg til
lengdar og hið eilífa tal reykvíkinga um lóðir og húsbyggingar er blátt á-
fram óþolandi. Það var sannarlega kominn tími til að gera því skil í bók.
Aðrar sögur í bókinni um þetta efni eru Veizla undir grjótvegg, Naglaganga,
Eldhús eftir máli, Myndir og Kona með spegil. Allar draga sögurnar eftir-
minnilega dár að látlausum eltingaleik íslendinga við húsið sitt, en Kona með