Skírnir - 01.01.1968, Side 182
STEINAR SIGORJÓNSSON:
BLANDAÐ í SVARTAN DAUÐANN
Almenna bókafélagið, Reykjavík 1967
Þegar Steinar Sigurjónsson sendi frá sér Astarsögu 1958 kvað þar mjög við
nýjan tón í íslenzkri sagnagerð og bar einkum tvennt til. Sjómaðurinn hefur
orðið einkennilega utanveltu í íslenzkum skáldsögum svo mjög sem líf hans
er bundið örlögum þessarar þjóðar. Hér kom saga er fjallaði um sjómann-
inn, að vísu ekki í sinni glæsilegustu mynd, enda sjómaður í landi annað en
sjómaður á sjó. Sagan er mynd af drykkjuskap og kvennafari (og kvenmanns-
leysi) sjómannsins. Mynd af einmanakennd og einangrun sjómannsins í landi,
stúlkurnar fyrirlíta hann og finnst hann skítugur og illa þefjandi, þær vilja
heldur búðarlokuna sem mælir efni úr ströngum og ber ilm í hári. Hann sér
ekki aðra leið en verða sér úti um brennivín og sitja að sumbli í bát sínum.
Um þetta fjallar fyrri hluti sögunnar og er heldur óvenjulegt yrkisefni. En
frásagnaraðferðin sætir ekki minni tíðindum. Vefur sögunnar er spunninn úr
samtölum og hugsunum er fléttast saman af kostulegri list; höfundur hefur
ótrúlegt vald á slang-kenndu málfari sjómanna og útfærir samtöl þeirra svo
að varla bregður fyrir falskri nótu. Frá sjónarmiði máls má að vísu finna
eitt og annað að framburðarstafsetningu höfundar, enda hefði meiri þekking
á hljóðfræði tungunnar stóraukið stílgildi sögunnar.
Smám saman tekur sagan að snúast um einn skipverja og hjónaband hans.
Hann hefur staðið konu sína að framhjáhaldi og tilfinningar hans eru frum-
stæðar og ofsafengnar eins og líf hans. Hann rotar konuna og flýr um borð í
bátinn. Hún skrifar honum síðan kostulegt ástarbréf og biður hann að koma
aftur, hvað hann reyndar gerir, og þá rifja þau upp gamlar samfarir og allt
kemst í Iag. Einfalt, frumstætt, kannski heimskulegt, en ekta. Og furðulega vel
skrifað.
Því er hér svo miklu rúmi eytt í Astarsögu, að BlandaS í svartan dauðann
er raunar endurritun hennar. Ekki veit ég hvað réttlætir slíka endurritun,
nema ef vera skyldi hve Ástarsaga fór undarlega framhjá íslenzkum lesendum
og bókmenntamönnum. Mig minnir að Sigurður A. Magnússon hafi verið sá
eini er sá gildi sögunnar í nokkurn veginn réttu ljósi. En hæpið er þó að slíkt
réttlæti endurritun, allra sízt þar sem sagan batnar ekkert í meðförunum, held-
ur er henni stórlega spillt með viðaukum. Höfundur hefur sagt skilið við hira
furðulegu stafsetningu og breytir ýmsum minni háttar atriðum, en í heild er
sagan hin sama. Svo tekur við önnur bók, eins konar viðbætir þar sem höfundur
heimsækir sögupersónurnar 10 árum síðar. En flug hans hefur daprazt og
honum tekst engan veginn að blása sama lífi í efni sitt og upphaflega. Breyt-
ingar hafa átt sér stað, hjónin skilin að skiptum og annar maður tekinn við,
en konan lögzt í kogaradrykkju. En áhugi lesandans vaknar ekki að nýju, hann
er þorrinn á sama hátt og söguefnið. Þó tekur fyrst steininn úr þegar kemur