Skírnir - 01.01.1968, Side 185
SKÍRNIR
RITDÓMAR
183
tækum lesurum sem ekki eru bókamenn, tam. mjaltastúlkum til sveita eða
reiðhjólasendlum stórbæanna“. Þessi afstaða er næsta torskilin nema útfrá
því sjónarmiði að bækur eigi fyrst og fremst að vera veggjaprýði, mubblur
og helzt óbrotgjarnir legsteinar höfunda (sbr. margra binda ritsöfn í svörtu
og skrautlegu skinnbandi). Pappírsbökumar hafa gert fátæklingum efna og
anda á borð við undirritaðan kleift að eignast og lesa miklum mun meira af
ágætisverkum heimsbókmenntanna en ella hefði orðið — þær hafa vissulega
gert bókmenntirnar að almenningseign í ríkara mæli en nokkuð annað síðan
prentverk Gutenbergs kom til skjalanna.
Fróðlegri miklu eru vangaveltur Halldórs í fyrstu köflum Islendíngaspjalls
um það óskýrða fyrirbæri, að hér útá Islandi skyldu menn gera bókiðju að
alfa og ómega mannlífsins með þeim afleiðingum, að Islendingar skópu einir
germanskra þjóða sígildar bókmenntir og eru framá þennan dag eina þjóð
Norðurlanda sem lagt hefur frumlegan og varanlegan skerf til heimsbólc-
menntanna. Lýsing Halldórs á fyrirbærinu er sem vænta mátti litrík og
skemmtileg, svo langt sem hún nær, en honum auðnast ekki fremur en vænta
mátti að skýra það. Samt er þetta ein af stóru gátunum í bókmenntasögunni
— og reyndar mannfræðinni líka — sem hvað æsilegast hlýtur að vera að glíma
við. Það verður æ greinilegra þeim mun lengra sem líður, að kenningar
Barða Guðmundssonar um uppruna Islendinga þarf að taka til alvarlegrar
og rækilegrar yfirvegunar, og hefði vissulega verið fengur að umræðu um
þessi efni í Íslendíngaspjalli. Skýring Halldórs er stuttaraleg og heldur yfir-
borðsleg: „Skáldskapur var frá upphafi runninn íslendíngum í merg og
bein og þeir bændur í Noregi sem eftilvill kunnu elstu kvæði eddu í ein-
hverri mynd virðast hafa flust til íslands, en ekki viljað vera kyrrir heima
hjá sér í Noregi; varla einusinni skilið þar eftir nokkurt sitt spor“. Hér sem
víðar hefur lesandinn á tilfinningunni að Halldór flýi vandann, nenni blátt-
áfram ekki að glíma við torráðnar gátur eða aðgangsfrek vandamál, heldur
leysi þetta allt upp í stílglettur.
Sumstaðar hefur örlað á því í íyrri skrifum Halldórs Laxness, að hann væri
ekki meira en svo trúaður á sannleiksgildi ýmissa þeirra fornrita, sem ,,nor-
rænufræðingar“ og sagnfræðingar hafa farið með einsog kaþólskir fara með
helga dóma, og á ég þar einkum við Landnámu. Hér tekur hann af skarið og
ræðir þessi mál hispurslaust í tveimur köflum. Hefur hann greinilega að bak-
hjarli hina fróðlegu og víðfrægu fyrirlestra Þórhalls Vilmundarsonar um nátt-
úrunafnakenninguna og notar reyndar tvö dæmi hans (Geirmund heljarskinn
og Þorbjörn bitru). Hefði verið viðkunnanlegt að Þórhalls væri að einhverju
getið í þessu samhengi, því vissulega er kenning hans frumlegri og frjórri
en flest eða allt sem fram hefur komið í íslenzkum fræðum fyrr og síðar, en
Halldór sleppir slíkri kurteisi. Afturámóti getur hann neðanmáls þeirra
merku tíðinda danska fræðimannsins Olafs Olsens að guðahús hafi ekki tíðk-
azt hér fremur en með öðrum germönskum þjóðum fyrir kristni. Dómur Hall-
dórs um Landnámu er annars í stuttu máli þessi: