Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1968, Page 193

Skírnir - 01.01.1968, Page 193
GUÐBERGUR BERGSSON: ÁSTIR SAMLYNDRA HJÓNA Tólf tengd atriði Helgafell, Reykjavík 1967 ÁsnR samlyndra hjóna - tólf tengd atriði. Slíkt er heiti þessarar bókar. Og þá verður lesanda fyrst aS spyrja: hver eru þessi samlyndu hjón, og hvaS tengir atriðin tólf? Einfaldasta svar er, að samlyndu hjónin séu íslendingar og vamarliðið, enda er þeim skilningi gefið undir fótinn mjög víða í bókinni, t. d. í síðasta tengikafla hennar: Og í dag eiga samlyndu hjónin silfurbrúSkaup hugsaði hann. Tuttugu og fimm ár, sagði hann. (Bls. 247). Eitt af því sem tengir hin ólíku atriði bókarinnar saman er einmitt varn- arliðið, en í allflestum þeirra koma við sögu skipti þess við þjóðina. Annars era helztu tengiliðir atriðanna feitletraðir kaflar, þar sem tveir menn ræðast við, eða réttara sagt aðeins einn maður, sem talar við sjálfan sig, klofinn í Hermann og Svan: Hann lá hjá katlinum og horfði í spegilgljáandi kúpuna. HöfuS hans valt til hliðar. Mynd hans teygðist unz andlitið slitnaði í tvennt. Um það er ekki að ræða, hugsaði hann, öðrum megin andlit Svans, hinum megin á kúpunni er andlit Hermanns. (Bls. 235). Hermann - Svanur segir sögur; þær sögur eru hin tólf atriði bókarinnar. Má því gera ráð fyrir, að viðhorf Hermanns speglist í sögunum. í lokakafla bókarinnar er Hermanni lýst, þar sem hann liggur í fleti sínu í kjallaraher- bergi, hitar sér te og hugsar. Hermann hefur afneitað öllum lífsþægindum; eina eign hans er hraðsuðuketill. Hann er velmegunarandstæðingur: . . . nei, þeir reka mig aldrei í velmegunina hvorki í starfi né huga ég þrauka þangað til það kemur komist ég á föst laun er djöfullinn laus þegar það kemur verður verðmæti og staða huldufólkssaga . . . (Bls. 250). Ekki er nánar útskýrt, hvað það er sem Hermann bíður eftir, hitt er nokkuð Ijóst, hvert eðli þess er - það hlýtur að vera einhvers konar antitesa þess efn- ishyggjuheims, sem Hermann fyrirlítur. Hann afneitar heiminum eins og hann er: . . .ætti ég að velja milli mannanna og bóka mundi ég velja bækurnar ætti ég að velja milli guðs og málverks af guði mundi ég velja mál- verkið . . . (Bls. 251). En hvernig er þá þessi heimur, sem Hermann flýr? Myndum af ýmsum hliðum hans er brugðið upp í hinum tólf atriðum bókarinnar. Með margvís- legum aðferðum og frá öllum sjónarhornum skyggnumst við inn í heim sam- lyndu hjónanna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.