Skírnir - 01.01.1968, Qupperneq 198
196
RITDÓMAR
SKÍRNIR
voru tvœr mógrafir ausnar til viðbótar og fannst gamall hrosshaus, þrír ójám-
aðir hrosshófar og horn af þremur ám með brennimörkum þriggja nágranna
bónda, en geysimikið af homum með ýmsum brennimörkum fannst suðvestan
við túnið.
Var nú rannsókn málsins að mestu lokið, en 17da nóvember fór enn fram
rannsókn á sauðfénaði hins ákærða og fundust þá 43 kindur, tvær þeirra taldar
gmnsamlegar. Þá leituðu nágrannar bónda enn í mógröfum 5ta og 6ta desember
og fundust þá tvö grunsamleg hom.
Við yfirheyrslur gekkst ákærði við stuldi á 1,7 kindum og rauðri hryssu sem
hann hafði stolið 22an október og slátrað þá um nóttina; hins vegar hélt hann
fast við eignarhald sitt á jarpa folanum og rauðu hryssunni sem tortryggileg
þótti í stóði hans, og varð sá framburður ekki afsannaður; ekki varð hann
heldur sannur að sök um nokkrar kindur sem tortryggilegar þóttu í eigu hans.
Akærður var dæmdur í tveggja ára betrunarhússvist, en þetta var áttunda
sinn sem hann sætti dómi. Bústýra ákærða, sem bjó með honum ógift og áttu
þau sjö böm í ómegð, var ákærð um sauðaþjófnað með honum, en varð ekki
sakfelld gegn þeim framburði sínum að hún hefði enga vitneskju haft um
þjófnaðinn. Kvaðst hún ekki hafa fylgzt með kjötbirgðum heimilisins og ekki
gengið um kjötgeymsluna. Hefði ákærði byggt geymsluna á öðrum stað en
hún vildi hafa hana, en „þegar hún fékk því ekki ráðið hvar geymslan var sett
kvaðst hún hafa sagt ákærða að hún stigi ekki fæti inn í hana og það hafi
hún efnt“.
Ef þetta yfirlit er borið saman við söguna kemur í ljós hve nákvæmlega
Indriði G. Þorsteinsson fylgir fyrirmynd sinni. Hann einfaldar málið að vísu
lítillega: notfærir í sögunni einungis þau sakaratriði sem ákærði var sakfelld-
ur fyrir, auk folans, en í málinu varð mikill þáttur út af rauðu hryssunni í
stóði bónda; hins vegar eykur Indriði við þættinum af hrútshaus Skila-Manga.
Hann lætur söguna gerast að sumarlagi, rannsóknina á húsum og peningi bónda
fara fram á tveimur dögum í stað fjögurra og víkur lítillega við tölum; kjöt-
birgðir bónda eru í sögunni 307 kg í stað 312, 280 kg sölt en 27 hangin; í
sögunni á Hervaldur í Svalvogum 32 kindur, auk lamba, og 48 hross auk gráa
folans. En þrátt fyrir þessi frávik er slík fylgni með sögu og fyrirmynd að
l.'klegast virðist að höfundur hafi ekki einungis stuðzt við sögusögn um málið
heldur beinlínis haft dóminn fyrir sér þegar hann samdi söguna; þannig eru
öll atriði sem máli skipta í húsleitinni hjá hinum ákærða hagnýtt í sögunni,
og hrossstuldurinn nóttina fyrir ákæruna kemur einnig heim við fyrirmyndina
þó Hervaldur sé ekki búinn að salta hrossið ofan í tunnu í sögunni. Því má
einnig bæta við að kunnugir menn á slóðum sögunnar munu telja sýslumann-
inn sem dæmdi í málinu auðþekktan í sýslumanni sögunnar, og minnsta kosti
Skila-Mangi mun eiga auðþekkjanlega fyrirmynd; en um þetta verður að vísu
ekkert ráðið af dómnum. Sagan er stutt og einföld og málsóknin gegn Hervaldi
í Svalvogum aðalefni hennar svo að sagan er að langmestu leyti byggð á raun-
veruleika, öll efnisatvik hennar nema brúðkaupið í upphafi sögunnar og veiði-