Skírnir - 01.01.1968, Page 201
SKÍRNIR
RITDÓMAR
199
heimur, fullur vináttu og umhyggju, þar sem ekkert er að óttast og enginn
óttast um þá“, segir í hinum fallega, og einkennilega, kafla um veiðiferð
drengjanna og Hervalds. „Þeir spyrja ekki neins og þeir treysta honum. Traust-
ið er mest um vert. Engin fyrirhöfn er umtalsverð þegar það er annars vegar“.
Þessum trúnaði, friðsæld og festu þessarar heimsmyndar sem náttúrulýsing
sögunnar gerir einkennilega glögga, bregzt Valdi í Svalvogum. Hvers vegna?
Sagan gefur sjálf á því hikandi sálfræðilega skýringu sem henni er þó ekki
nóg, og Steinn í Svarðbæli reynir að bæta um betur undir sögulokin: „Hann
situr á hestinum vestur við melhólinn og horfir á eftir Hervaldi, þessum manni
sem hann hafði aðeins trúað til góðra verka. Um slíka menn verður ekki lesið
í hókum, hugsar Steinn. Kannski þykja þeir of ómerkilegir. Kannski eru þeir
óprenthæfir af því að þeir eru ekki annað en dimm meginlönd þrátt fyrir há-
timhraðar kirkjur og djúp vfsindi og gallar þeirra koma upp úr myrkrinu“.
Þessi setning, hin torkennilegasta í sögu sem annars segir ekki nema ein-
falda hluti, kann að láta uppi eitthvað af því sem Indriði G. Þorsteinsson
vildi sagt hafa í Þjófi í paradis. Sagan lýsir heimi sem ekki er lengur til, og
hefur ef til vill aldrei verið til nema á bókum, og hún dregur upp fjarskalega
næmlega, rauntrúa mynd hans úr sínum sanna og tilhúna efnivið; Þjófur í
paradís er listavel sögð saga. Samanburður við verk eins og Svartfugl, sem læt-
ur raunverulega uppi hin „dimmu meginlönd“ mannlegrar sálar, bendir hins-
vegar til þess hvert listfengi sögunnar endist henni og hvert ekki — eða öllu
heldur: hve haldlítil er heimsmynd Steins á Svarðbæli, og sögunnar, lítil eftir-
sjá að henni þegar hún bregzt.
ÓlafuT Jónsson