Skírnir - 01.01.1977, Side 195
SKÍRNIR RITDÓMAR 193
bendir jafnframt á takmarkað gildi slíks samanburðar þar sem ritun íslend-
ingasagna rís haest.
Sá grundvöllur sem Óskar Halldórsson reisir niðurstöður sínar á er þannig
mjög traustur. En hann er hins vegar ekki eins gagnger nýjung og ætla
mætti af orðum höfundar í bókinni. Þar segir á einum stað: „... rannsóknir
á eðli munnmælasagna hafa lítt verið hagnýttar við rannsóknir íslendinga-
sagna og naumast stundaðar á Islandi." Það er ugglaust rétt hjá Óskari, að
þessar rannsóknir hafa naumast verið stundaðar á íslandi, en ekki alveg
rétt að rannsóknir á eðli munnmælasagna hafi lítt verið hagnýttar við
rannsóknir íslendingasagna. Má þar minna á rannsóknir Dag Strömbácks
sem áður gat, en í ritgerð, sem hann birti árið 1943 um höfundaraðild og
sagnageymd í íslendingasögum segir m.a. að til þess að greina á milli framlags
höfundar og sagnageymdar í íslendingasögum þurfi að gera fordómalausa
fílólógíska og þjóðsagnafræðilega rannsókn á hverri sögu fyrir sig. Um
þessar væntanlegu rannsóknir segir Dag, að þær muni að líkindum leiða
í ljós sköpunargáfu höfunda, jafnframt því sem þær geri grein fyrir grund-
vellinum, sem séu sagnirnar. I þessari grein nefnir hann Hrafnkels sögu
sérstaklega sem dæmi um sögu þar sem snjall höfundur hafi unnið úr
sögnum. Er þess vert að rifja þessi orð Dag Strömbácks upp nú í tilefni af
þessari ritgerð Óskars. En þess má geta, að sum þau ár, sem Dag Strömbáck
var prófessor við Uppsala universitet, 1948—67, voru þjóðsagnafræðilegar
rannsóknir á íslendingasögum á námsskrá í kennslu hans og aðstoðarmanna
hans.
Aslak og Knut Liestpl hafa fyrir löngu leitt rök að því að Freyfaxasögnin
í Hrafnkels sögu sé gömul og gild arfsögn. Eins og Óskar réttilega bendir
á, hefur þeim niðurstöðum ekki verið hnekkt, en aðrir fræðimenn hafa
hallast að svipuðum skoðunum. í þessari umræðu sakna ég nafns ítalska
fræðimannsins Marcos Scovazzis. Árið 1960 ritaði hann bókina La saga di
Hrafnkell e il problema delle saghe Islandesi, þar sem hann tekur einmitt
til meðferðar lilut arfsagna og höfundar í Hrafnkels sögu og heimfærir það
síðan til íslendingasagna almennt. Scovazzi ritar á ítölsku og er rit hans
því ekki aðgengilegt þorra manna, en í blaðaviðtali sem undirritaður átti
við hann fyrir tíu árum gerði hann grein fyrir helstu niðurstöðum. Hann
kvað Hrafnkötlu Sigurðar Nordals hafa orðið sér kveikju þessa verks, en
í því hafnaði hann bæði bókfestukenningunni og sagnfestukenningunni, en
reyndi að feta meðalveg milli arfsagna og framlags höfundar. Um rann-
sóknir sínar á Hrafnkels sögu sagði hann m.a. á þá leið, að höfundur hefði
aukið og breytt þeim arfsögnum sem hann vann úr, og bætti við. „Og til
þess að rannsaka sögurnar eins og unnt er, verður að greina á milli þess
sem fylgt hefur sögunni frá upphafi og hins sem fellt hefur verið inn i
hana síðar. Ef vel tekst til, getur maður ef til vill með ítarlegri rannsókn
fundið hvað er upprunalegt og hvað er viðbót frá samtíð höfundar." Hér
er stuðningur við niðurstöður Óskars enda þótt forsendur séu eilítið frá-
brugðnar.
13