Skírnir - 01.01.1977, Síða 200
198
RITDÓMAR
SKÍRNIR
Þessa niðurstöðu fær Bo Almqvist einnig fram í einni athugun sinni á
níðinu. Hann leiðir rök að því, að níðið um Þorvald veila sé í uppruna-
legastri geymd í Ólafs sögu Tryggvasonar enni mestu.
Enda þótt þessi niðurstaða Bo Almqvists sé um margt athyglisverð, ber
þó nauðsyn til að skyggna þetta mál nánar. í umræðu sinni gerir Bo ráð
fyrir því, að sögnin „að snara" merki „að snúa á annað mál“, „að þýða“.
Þessa merkingu hefur umrædd sögn Ifka oft í fornu máli og langoftast á
síðari tímum, þegar hún kemur fyrir f sambandi við bækur eða rit. En
annarri merkingu bregður þó fyrir. 1 útgáfu Bergsbókar árið 1963 dregur
Gustaf Lindblad fram dæmi um það, að sögnin að snara merki „að draga
saman" (sammenskrive), í heimild frá um 1650, og í annarri frá 18. öld er
talað um að snara bók saman úr annarri bók. Þá hefur Peter Foote einnig
bent á, að Bergur ábóti muni sjálfur hafa notað sögnina að snara um að
draga saman efni úr öðrum bókum. Sé síðarnefndu merkingunni til að dreifa
í upphafi Bergsbókar, gæti verið um það eitt að ræða, að Bergur ábóti hefði
tekið saman nýja gerð af Ólafs sögu Tryggvasonar enni mestu. Er það að
líkindum sennilegasta skýringin á orðum Bergsbókar. Hitt er svo annað
mál, að við vitum lítið um hverjar heimildir hafa verið tiltækar Bergi ábóta.
Gæti þvf þrátt fyrir allt vel verið rétt sú niðurstaða Bo Almqvists, að Ólafs
saga Tryggvasonar en mesta sé á köflum jafngóð eða betri heimild en
Kristni saga.
Tengsl Njáls sögu og áðurnefndra rita tekur Bo sfðan til meðferðar og einn-
ig þar þokar hann rannsókninni fram um skref. Er niðurstaða hans um þetta
efni sú, að svo framarlega sem níðvísurnar í fyrrnefndu ritunum tveimur
reki rætur til rits Gunnlaugs, þá hljóti Njáls saga einnig að gera það. Leiðir
hann sterk rök að þessari niðurstöðu.
Meginniðurstaða Bo Almqvists um níðið gegn trúboðunum er sú, að það
hafi verið gætt töframætti, auk þeirrar viðurstyggðar, sem þar birtist. Þannig
hafi níðið gegn trúboðunum verið undanfari ákvæðaskáldskapar síðari alda.
I kaflanum um níðgeymdir síðmiðalda fjallar Bo um níð Skáld-Helga í
samnefndum rfmum og einnig um níðkveðskap, sem eignaður er bróður
Eysteini. Er niðurstaðan af rannsókn þessa níðs mjög á sömu lund og hin
fyrri. Eysteini er lýst sem hreinræktuðu kraftaskáldi, sem bæði getur valdið
beinu tjóni með kveðskap sfnum og bjargað sér með honum og hið sama
verður uppi á teningnum hvað níð Skáld-Helga varðar. Hefur níðgeymdin
þar með verið rakin alla leið, allt frá elstu sögnum um níð gegn þjóðhöfð-
ingjum og allar götur langleiðina til ákvæðaskálda síðari tíma. Er þess nú
að vænta, að senn birtist þriðja bindið í þessu safni, bindi sem margir fs-
lenskir lesendur bfða áreiðanlega með eftirvæntingu.
I endurlitskafla bókarinnar dregur Bo saman f stuttu máli helstu niður-
stöður rannsóknar sinnar á níðinu. Eru þær f meginatriðum að níð og
galdur hafi oft farið saman og ef til vill megi ætla öllu níði á tímabilinu
frá 900 til 1300 galdursverkanir. í elstu textum megi sjá beint samband á
milli nfðsins og trúar á guði og vætti, sem níðskáldin eggi eða þvingi til