Skírnir - 01.01.1977, Qupperneq 211
SKÍRNIR
RITDÓMAR
209
hann: „Diktning fra eldre ticler var bevart i muntlig overlevering, og nye
diktere f0rte de gamle tradisjonene videre... takket være skrivekunsten og
1100- og 1200-tallets sterke interesse for fortiden ble báde deler av den gamle
diktningen og av annet muntlig tradisjonsstoff reddet for ettertiden." (43).
Ritun þeirra hugsar hann sér „foregátt omtrent som da folkevisene ble
skrevet ned i Norge ... i forrige hundreár." (258). Með rúnafundinum á
Bryggjunni í Bergen fyrir nokkrum árum, styður hann það að kvæði af
þessari tegund hafi lifað í Noregi langt fram á miðaldir, og að lokurn sér
hann „gamlestevet" sem arftaka þeirra: ,Det er kanskje ikke for dristig á
se pá gamlestevene som representanter for en diktgenre som vi fprste gang
mpter i Hávamál." (342). Enginn neitar því að fornleifafundirnir í Bergen
brugðu ljósi yfir norskan skáldskap á miðöldum, en út frá þeim verður
harla lítið ályktað um norskan uppruna þeirra kvæða sem aðeins eru til
í íslensku handriti frá 13. öld.
Dróttkvæði og Konungasögur tekur Holm-Olsen með vegna sérstakra
tengsla þeirra við Noreg, en leggur eðlilega mesta áherslu á það sem sannan-
lega telst norskt, svo sem ýmsar þýðingar og Konungsskuggsjd. í heild má
fá af þessum hluta mjög góða yfirsýn yfir umfangsmikið og flókið efni,
cnda sá þáttur Norges litteraturhistorie sem fengið hefur hvað besta dóma
hjá norskum gagnrýnendum (sbr. t. a. m. Dag og tid 16/11 1974).
Sá hluti sem hefur orðið hvað harðast úti í umræðu og gagnrýni er hins
vegar yngsti hlutinn, þ. e. síðasta bindið. Höfundurinn, Willy Dahl, hefur
skrifað grein um þá reynslu sína að skrifa samtímabókmenntasögu (sjá
Norsk litterœr árbok 1974), og þar telur hann einn höfuðvandann felast í
nálægð efnisins. Varðar það bæði val á höfundum og verkum, sem og það
að greina línur og stefnur í því sem lítið hefur verið skrifað um áður. Deilur
um þetta bindi hafa einnig mest snúist um þessi atriði, hvaða höfundar og
hvaða verk hefðu átt að vera með og hvaða stefnur væru mikilvægar (sbr.
t. a. m. fjölda greina og svargreina í Aftenposten fyrri hluta árs 1976).
Alvarlegasta og afdrifaríkasta gagnrýni á Norges litteraturhistorie hefur
þó komið frá skáldinu og bókmenntafræðingnum Georg Johannesen, sem
hann setti fram í bæklingnum Om ,Norges litteraturhistorie" (Novus 1975).
Gagnrýni hans er jafnt af hugmyndafarslegum, röklegum sem aðferðafræði-
legum toga, og hún hefur komið af stað fagkrítískum umræðum meðal
stúdenta og kennara sem ekki verður séð fyrir endann á. I því sambandi
má benda á grein eftir Tom Christophersen („Nokre prinsipielle merknader
til Norges litteratur liistorie") í Norsk litlerær árbok 1976, sem einnig gefur
góða mynd af því, um hvað deilurnar helst snúast.
í öllu þessu moldviðri hefur þó enginn orðið til að taka upp hanskann
fyrir íslenskan rithöfund sem eyddi hálfum öðrum áratug ævi sinnar í Nor-
egi og lét svo lítið að skrifa 12 bækur á norsku. En það er Kristmann Guð-
mundsson, og er hans að engu getið í þessu riti. Flestar komu skáldsögur
Kristmanns út á fjórða áratugnum, sem var mikill gróskutími í norskum
bókmenntum, og af umsögnum í blöðum frá þessum tíma má ráða að hann
14