Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Page 14

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Page 14
G u ð n i E l í s s o n 14 TMM 2012 · 4 þessara hópa en nokkur ástæða var til. Fyrir þessu færði hann rök.“32 Annar nemandi Bjarna, trúleysinginn Jakob Ævarsson, lýsir uppbyggingu nám- skeiðsins svo: Mín reynsla af þessum áfanga (eins og mörgum öðrum sem ég hef tekið hjá Bjarna Randveri) er sú að hvað sem hann er að kenna þá dregur hann fram mestu ádeiluat- riði efnisins samhliða almennri fræðslu. Sbr. ef við lærum um Votta Jehóva, þá er ýtarleg almenn fræðsla um samtökin fyrst og svo eru mestu ádeiluefnin, eins og þekkt gagnrýni eða umdeildar kenningar settar fram og kynntar eins og heimsenda- spá þeirra fyrir árið 1975.33 Glærur Bjarna gefa sterklega til kynna að lýsingar Jakobs og Davíðs Þórs séu réttar. Ef Matthías hefði t.d. undir höndum glærur Bjarna Randvers úr nám- skeiðinu Kirkjudeildarfræði sæi hann að í glærupakkanum „Lútherskir“ (sem lagður var fram í námskeiðinu) snúast glærur 14 til 21 um tengsl lúthersku kirkjunnar við Þýskaland nasismans og ábyrgð hennar á vexti og uppgangi hans, þótt vissulega bendi Bjarni einnig á fulltrúa innan kirkjunnar sem tóku virkan þátt í andstöðunni gegn þessari öfgahreyfingu (glærur 19 og 20). Önnur glæra úr glærusettinu „Rómversk-kaþólska kirkjan“ gengur jafnvel lengra í ,andúð‘ sinni á kristnum kirkjudeildum – sé tekið mið af les- hætti vantrúarfélaga – en þar birtir Bjarni Randver frétt úr Morgunblaðinu þar sem ræða Benedikts XVI. páfa við Regensburg-háskóla í Þýskalandi í september 2006 er gerð að umfjöllunarefni. Páfi tengdi saman íslamstrú og ofbeldi, en ræða hans var fordæmd af ýmsum talsmönnum múslima og haft eftir Magnúsi Þorkeli Bernharðssyni, sérfræðingi í málefnum Mið-Austur- landa, að hún: „Gæti orðið vatn á myllu öfgamanna“ (glæra 81).34 Þótt kenning Matthíasar um ,jákvæðar‘ og ,neikvæðar‘ glærur sé sett fram sem staðreynd mætti færa fyrir því rök að nærtækara væri að skilgreina hugmyndir hans um Bjarna Randver á forsendum trúvarnar og vegna þess að hugmyndir hans eru nánast af trúarlegum toga er útilokað að fá hann og aðra sem hafa sig í frammi í þessu máli til að breyta afstöðu sinni í ljósi fyrirliggjandi gagna. Gagnrýni Bjarna Randvers er því á engan hátt bundin við trúleysis- hreyfingar. Hann leggur mikið upp úr umburðarlyndi og skilningi,35 en þó ekki á kostnað þess að draga fram ýmislegt ámælisvert og annað sem kallar á skýringar og frekari greiningu. Nemendur verða samkvæmt hæfnismatinu að „geta lagt gagnrýnið fræðilegt mat á félagslega og menningarlega stöðu nýtrúarhreyfinga á Íslandi“ og „geta vegið og metið hvort“ hætta stafi „af einstökum umdeildum nýtrúarhreyfingum“. Sú gagnrýna nálgun sem van- trúarfélagar kvarta mest undan er þannig liður í fræðilegum forsendum námskeiðsins og almennum viðmiðum fræðigreinarinnar. Að sama skapi skiptir umburðarlyndi og skilningur máli í allri greiningu. Glæra 22 í 4. hluta „Frjálslyndu fjölskyldunnar“ snýr einmitt að særandi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.