Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Qupperneq 16

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Qupperneq 16
G u ð n i E l í s s o n 16 TMM 2012 · 4 rétthugsun, t.d. sé þrýstingurinn á kristna söfnuði um að leyfa kirkjuvígslur samkynhneigðra ósanngjarn. Rangt sé að ásaka trúað fólk um fáfræði og fordóma, það vilji fara hægt í sakirnar og álíti einfaldlega samtímann vera óþarflega ágengan og frekan. Kirkjunni verði að sýna umburðarlyndi þótt hún sé treg í taumi og forðast beri að feta þá slóð sem farin hafi verið í Bretlandi þar sem fólk sé handtekið og sæti lögreglurannsóknum ef það sé grunað um „hómófóbíu“. Pistlinum lýkur svo: Talandi um herskátt trúleysi. Það þykir allt í lagi að lemja kröftuglega á trúuðu fólki. Í Bretlandi er nýbúið að sýna sjónvarpsþætti eftir Richard Dawkins, eitt helsta átrúnaðargoð trúleysingja, þar sem hann líkir trúnni við veirusýkingu og flokkar barnatrú með misnotkun á börnum. Þættirnir heita Rót alls ills – hvorki meira né minna. Sjálfur boðar Dawkins hugmyndir sem byggja á „eigingjarna erfðaefninu“ – það er í sjálfu sér áhugaverð kenning en heldur nöturleg. Menn eins og hann verið [svo] að boða endalok trúarbragðanna í mörg hundruð ár – við minnumst til dæmis Voltaires og frægra orða hans: Écrasez l‘infâme! – en ekki enn orðið að ósk sinni. Meira um það síðar, en nefna má að bæði kommúnismi og nasismi eru afsprengi skynsemishyggju, gerðu meira að segja tilkall til að vera einhvers konar vísindi.39 Óli Gneisti Sóleyjarson svarar Agli í athugasemdakerfi pistilsins og segir það „ómerkilegt og ósmekklegt bragð“ að „líkja andstæðingum sínum við nasista og kommúnista“, þótt tilgangur Egils sé líklega að minna á að skynsemis- hyggja sé langt í frá trygging fyrir réttum eða gáfulegum skoðunum. Óli Gneisti tekur gagnrýnina svo upp í tveimur stuttum pistlum um efnið á heimasíðu sinni sama dag og tveimur dögum síðar. Þar ítrekar hann að Egill líki vantrúarfélögum við kommúnista og nasista og segir þetta svo sem vera „eins og flest sem kemur frá Agli, einfeldningslegt hjal“.40 Vantrúarfélagar létu ekki þar við sitja. Vésteinn Valgarðsson skrifaði langa grein á vef félags- ins um efnið þar sem hann rekur hinar ýmsu rökvillur sem finna megi í pistli Egils41 og í athugasemdakerfinu segir Birgir Baldursson hann augljóslega fordómafullan „í garð trúlausra, sér í lagi þeirra sem láta í sér heyra“. Jón Magnús [Guðjónsson] segir Egil vera „með skítinn langt upp á bak í þessari grein sinni“ og Óli Gneisti segir að álit sitt á Agli hafi ekki „lækkað við að lesa þessa grein hans, botninum var þegar náð“. Í marsmánuði 2007 birtir Egill síðan röð greina gegn herskáu guðleysi.42 Hann segir það orðið erfitt að sjá hverjir séu „verri eða ofstækisfyllri – ofstækisfullir trúmenn eða ofstækisfullir trúleysingjar“.43 Hann kennir and- stöðuna við menningarleysi og segir engan verða „verri af því að læra smá kristindóm – án þess skiljum við ekki vestræna menningu“, hálfvolg „kristni þjóðkirkjunnar“ heilaþvoi engan. Af því sögðu heldur Egill uppteknum hætti og dregur fram líkindi með borgaralegri fermingu Siðmenntar og efnis- hyggjunni sem tíðkaðist austan járntjaldsins. Hann segir: „Sum fermast reyndar „borgaralega“ hjá félagsskap sem heitir Siðmennt. Raunar hef ég
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.