Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Síða 112

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Síða 112
D ó m a r u m b æ k u r 112 TMM 2012 · 4 Úlfhildur Dagsdóttir Hryllilegar hremmingar á hálendinu Steinar Bragi: Hálendið. Mál og menning: 2011. Lítill hópur ungs fólks – tvö pör – fer í ferð upp á hálendið með það að mark- miði að skynja náttúruna, efla vinátt- una, eða bara flýja kreppuna um stund. Þau eru illa undir ferðina búin, tæknin sem á að tryggja þeim öryggi virkar ekki, samskiptin innan hópsins eru slæm og eyðilendur landsins villandi. Eftir að hafa týnt veginum og eyðilagt bílinn aukast enn hremmingar þeirra og allt endar þetta illa; þó önnur ungu kvennanna lifi af er hún illa sködduð, bæði líkamlega og andlega. Þetta er plott sem allir sannir hroll- vekjuaðdáendur bera kennsl á um leið, enda löngu orðin klassísk formúla. Segja má að hún hafi fyrst orðið verulega fræg með kvikmyndinni Texas Chainsaw Massacre (1974), en uppruninn er mun eldri – þannig séð má sjá ummerki hennar í skáldsögu Brams Stoker, Dra- kúla (1897) og mynd Hitchcocks, Psycho (1960), svo tvö ólík dæmi séu tekin. Hálendið eftir Steinar Braga vakti töluverða athygli þegar hún kom út á síðasta ári, og hlaut almennt afar jákvæða dóma.1 Steinar Bragi er að margra mati einn helsti samtímahöf- undur Íslands, að því leyti að í verkum sínum fjallar hann um ýmis samtíma- mein, meðal annars kreppuna, í skáld- sögunni Konum (2008), smásögum í Himinninn yfir Þingvöllum (2009) og nú Hálendinu. Í annarri skáldsögu sinni, Áhyggjudúkkum (2002), tókst Steinar Bragi á við íslenskt menningar- líf, en sú saga bar jafnframt ýmis merki hrollvekjunnar, líkt og Sólskinsfólkið (2004) og fyrrnefndu bækurnar þrjár. Verkin hafa almennt hlotið góðar við- tökur, kannski sérstaklega Konur sem margir töldu sérlega vel heppnað verk og kraftmikla ádeilu á íslenskt samfélag gróðæris og græðgisvæðingar. Sem dæmi má nefna orð Davíðs K. Gestsson- ar í ritdómi hans um Hálendið, en hann byrjar hann á því að segjast hafa óttast að verkið stæði ekki undir væntingum vegna þess hversu ‚hár gæðastuðullinn‘ hafi verið og því gæti „óhóflega kröfu- harður lesandi […] hæglega orðið fyrir vonbrigðum“.2 Nú er ég svo heppin að mér fannst Konur sérlega slæm bók og því hafði ég engar sérstakar væntingar til Hálendis- ins, umfram það að hafa alla tíð haft trú á að Steinar Bragi væri fær um að skrifa góðar bækur, það hefði bara ekki tekist fyllilega ennþá.2 Ég nálgaðist því Hálendið án sérstakra væntinga og gladdist mjög þegar í ljós kom að hér er á ferðinni haganlega smíðuð hrollvekja, sem býr yfir ýmsum af bestu kostum formsins, sem meðal annars felast í snarpri samfélagslegri ádeilu, auk áhugaverðra tenginga við staðsetningu og þjóðsagnaarf. Með öðrum orðum, þá hefur Steinar Bragi tekið hina útlensku formúlu hrollvekjunnar og heimfært hana saumlaust upp á íslenskan veru- leika.3 Og hver er svo þessi íslenski veru- leiki? Það sem blasir fyrst við er stað- setningin, umhverfið: Hálendið. Íslensk náttúra leikur lykilhlutverk í skáldsög- unni, en annað heimaræktað – og nátt- úrutengt – fyrirbæri eru þjóðsögurnar, sem vísað er reglulega til á fjölbreyttan hátt. Reyndar er það ekki bara íslensk náttúra, heldur mun frekar samband
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.