Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Side 115

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Side 115
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2012 · 4 115 daga. Hugsaðu þér þögnina hérna og myrkrið. […]““ Samræður þeirra félaga enda svo í frekari vangaveltum um „íslenska menningu“ og fulltrúa hennar, sem er útgerðarmaður sem er „ákafur lesandi Arnalds, „áskrifandi“ að verkum Arnalds“ (51–52). Hér mætti lesa kergju í garð þess höfundar Íslands sem nýtur hvað mestrar velgengni, heima sem heiman, og hefur að auki átt mikilvæg- an þátt í því að auka veg og virðingu afþreyingarbókmennta á Íslandi. En jafnframt felur tilvísunin í sér samtal við verk Arnaldar, bæði hvað varðar stöðu þeirra innan takmarkaðs umfangs afþreyingarbókmennta í íslensku bók- menntalandslagi, og svo þá einföldu staðreynd að Arnaldur fjallar líka um auðnina í verkum sínum, en bróðir aðal- persónu bókanna týnist í hríðarbyl á fjalli og mótar sá atburður ekki aðeins perónuna Erlend Sveinsson heldur setur óvægin íslensk náttúra og ‚íslensk menning‘ mark sitt á bækurnar allar. Erlendur lögreglumaður situr í frístund- um og les ritið Hrakninga og heiðarvegi og annað rótgróið þjóðlegt lesmál um villur á öræfum, en segja má að Hálend- ið sé að sínu leyti nokkurs konar 21. aldar innlegg í þá bókmenntagrein. Steinar Bragi sýnir því á ýmsan hátt meðvitund sína um formið, sögu þess og stöðu innan íslenskra bókmennta og menningar. Hann vinnur markvisst með hrollvekjuformúluna og nýtir hana vel. Þetta kemur meðal annars fram í persónunum, sem eru allar frekar klisj- aðar, bæði fjórmenningarnir, sem eru dæmigert glamúrfólk úr miðbæ Reykja- víkur, og gamla fólkið sem býr á bænum, en þau eru ekta fulltrúar furðu- legra – og á stundum ógnandi – íbúa landsbyggðarinnar. Þessi tök á forminu eru örugg og tilgerðarlaus, en þar skiptir einmitt miklu máli fyrrnefnd meðvit- und, sem þó verður aldrei íþyngjandi. Jafnfram því að tefla fram viðeigandi klisjum í persónusköpum heldur höf- undur þétt utanum söguna sem hroll- vekju. Hin hreina hrollvekja kemur hvað best fram í lokaköflunum þar sem fjór- menningarnir tapa endanlega tökum á tilverunni og umhverfinu, og týnast einn af öðrum inn í heim hryllingsins. Fyrst til að verða fyrir barðinu á hinum óþekktu óvættum er Anna, en það er vel við hæfi því fram hefur komið að hún búi yfir afar ríkri kynhvöt – samkvæmt hrollvekjuformúlunni er kynlíf alltaf banvænt. Hin týnast svo burt eitt af öðru og að lokum virðist Vigdís ein hafa lifað af, en þó ekki heil, eins og áður hefur komið fram. Þetta er líka sam- kvæmt formúlunni, Vigdís hefur alltaf verið rödd skynseminnar og rík hefð er fyrir því að slík kvenpersóna sé sú eina sem eftir stendur.7 Hvað það er sem verður þeim að falli er þó aldrei ljóst, ógnin er aldrei skýrð eða afhjúpuð, þó lesandi hafi fengið fjölmargar vísbend- ingar þá vísa þær allar í ólíkar áttir. Meðal annars kemur í ljós að húsið er alls ekki hús, heldur klettur, ef marka má myndir sem lögreglan sýnir Vigdísi. Reyndar sýnist Hrafni húsið í fyrstu vera klettur, eftir að hann hefur keyrt inn í það: Fyrir framan bílinn var náttmyrkrið þéttara, eins og klettur teygði sig upp í himininn og gnæfði yfir þeim, dimmur og þögull. Hrafn velti því fyrir sér hve- nær sólin kæmi upp, hvort hún næði yfir brúnina á þessu svarta ferlíki […]. (13) En svo léttir þokunni í höfði hans og hann sér að kletturinn er í raun hús, svart hús á svörtum sandi. Nema þegar í ljós kemur að húsið er í raun klettur, eins og hann hélt fyrst, þá hlýtur lesandi að velta fyrir sér hvort allt það sem á milli fer hafi aðeins verið ofskynjanir, kallaðar fram af neyslu áfengis og eitur-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.