Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Side 136

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Side 136
D ó m a r u m b æ k u r 136 TMM 2012 · 4 vitaskuld hefur haft mótandi áhrif á skáldið. Sigurður Pálsson á í ljóðlist sinni sitthvað skylt við rokkara sem er á valdi endurleysandi og frelsandi krafts rokksins, þeirrar lífsorku sem gerði upp- reisn gegn stöðnuðum hugsunarhætti og smáborgaraskap, yfirborðslegri siða- vendni efnishyggjuþjóðfélagsins, þung- lamalegheitum og strangleika. Það besta í ljóðlist margra skálda snýst um það sem er ekki, varð ekki eða er ekki lengur. Hið glataða, óhöndlan- lega. En Sigurði er einkar lagið að yrkja á áhrifamikinn hátt um það sem er, það sem hægt er að upplifa hér og nú. Áherslan á það að njóta lífsins, fagna núinu, grípa augnablikið, verður í ljóð- um Sigurðar aldrei einhvers konar inn- antóm og grunnfærnisleg lífsnautna- stefna. Skáldið er ekki að réttlæta og fegra neinskonar græðgislega svölun sjálfhverfra hvata. Miklu frekar er skáldið að upphefja meðvitaða iðkun sem hefur yfir sér ákveðna helgi. Líkt og að með því að lofsyngja einmitt núið sé eitthvað stærra og meira vegsamað, eitt- hvað sem nær út fyrir hið stundlega og er tímalaust. Afstaðan sem býr að baki þránni eftir unaðssemdum lífsins minn- ir á andakt hins trúaða, eða að minnsta kosti lotningu þess sem hneigist til að líta svo á að til sé eitthvað æðra en hann sjálfur og hans stundlega tilvist. Lotning af þessu tagi gerir víða vart við sig í skáldskap Sigurðar. Stundum er eins og votti fyrir einhverju trúarlegu í ljóðum hans. Í Ljóðorkubókunum er hann ekki feiminn við að nota lýsingarorðið heil- agur, notar það um hið „ólýsanlega / ósnertanlega svæði innra með okkur“, unað þess að undrast yfir tilverunni og meira að segja sjálfan lostann, eins og áður var nefnt. Hann notar líka nafnorð eins og helgun, vígslustund, vígslu og paradís. Hann yrkir um lifandi vatnið, hrufluð hné eftir eindregnar bænir og opinberun Ágústínusar kirkjuföður. En þessi þáttur í ljóðlist Sigurðar er óræður og blandinn dulúð og minnir einna helst á einhvers konar dulhyggju fremur en hreinan trúarkveðskap. Þó ber svo við í ljóðinu Dýrð lífsins í bókinni Ljóð- orkusvið að einhver æðri máttur – að því er virðist guðdómurinn – er ávarp- aður beint: Ég þakka þér fyrir að sýna mér dýrðina… Ekki dýrð HEIMSINS heldur dýrð LÍFSINS. (Ljóðorkusvið, bls. 101). Þetta hreinskilnislega ávarp hefur sér- stöðu í ljóðum Sigurðar. Kannski er hvergi annars staðar í ljóðum hans að finna jafn skýrt dæmi um hugsunarhátt trúaðs manns. Um leið og Sigurður Pálsson er skáld lífsins sem er hér og nú er í ljóðum hans einnig sterk tilfinning fyrir mikilvægi þess að sjá framtíðina í augnablikinu, skynja að augnablikið getur einmitt öðl- ast vægi af því sem síðar getur orðið. Sjá tréð sem býr í fræinu, veruleikann sem getur orðið til úr áforminu. Þessi þáttur hugsunar hans er mjög áberandi í Ljóð- orkubókunum, sérstaklega þeirri síð- ustu, og kemur fram í hugleiðingum um tré og skóga og vöxt. Sigurður hefur með réttu verið kallaður borgarskáld. Hann hefur ort mikið um Reykjavík, þar sem hann hefur átt heima undan- farna áratugi, og svo Parísarborg, þar sem hann var mörg ár við nám. En eins og hann fjallar um í bók sinni Bernsku- bók ólst hann upp í sveit, á Skinnastað í Axarfirði í Norður-Þingeyjarsýslu. Nán- asta umhverfi æskuslóðanna, einkum hin einstaka gróðurvin Ásbyrgi, er honum hugleikið í Ljóðorkuflokknum. Líklega hefur Sigurður aldrei ort af eins mikilli innlifun um náttúruna og gróð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.